Beint á leiđarkerfi vefsins

Frjálsir pennar

30. Apríl 2007

Jóhanna Bryndís Helgadóttir skrifar: HVERS VEGNA EIGUM VIĐ AĐ LEGGJA JAFNA ÁHERSLU Á NÁM Í VERKMENNTA- OG MENNTASKÓLUM?

...Fyrir okkur sem kennum í verkmenntaskólum er ţađ nánast óbćrilegt ađ hlusta á fólk segja, hann (lesist nemandinn) fer ţá bara í verknám. Gerum bók- og verknám jafngilt í skólakerfinu ekki einungis stúdentsprófiđ og afnemum samrćmdu prófin.
Skólastjórnendur verkmenntaskólanna eiga ekki ađ ţurfa ađ sćtta sig viđ ađ taka til sín nemendur sem ađrir hafa hafnađ. Ţađ á ađ  taka á móti nemendum í ţeim skólum sem ţeir hafa valiđ sér, ekki sem hafa ,,valiđ ţá“. Ţegar nemandinn hefur falliđ á samrćmda prófinu, kjarkurinn farinn og hann kominn í skóla sem hann vill ekki vera í, ţá getur veriđ erfitt ađ koma honum aftur í gang. Ţetta kallast lćrt hjálparleysi á tungumáli sálfrćđinnar, sem svo sannarlega á viđ um marga nemendur í framhaldsskólunum. Hefur engum dottiđ í hug ađ ţessi líđan geti átt sinn ţátt í hinu mikla brottfalli, sem samkvćmt tölum frá árinu 2002-2003 var 19,3 % og sennilega svipađ hlutfall í dag? Lengi var ţađ svo ađ...

23. Apríl 2007

Kristján Hreinsson skrifar: NÚ ER KOMIĐ NÓG

Sjálfstćđisflokkurinn hefur veriđ viđ völd á Íslandi í 16 ár. Ýmsum ţykir ţetta vera 16 árum of mikiđ en ég held ađ flokkurinn hafi sýnt og sannađ ađ einu megi treysta ţegar hann fer međ stjórn – ţá verđa ţeir ríku ríkari og ţeir fátćku fátćkari.
Auđvitađ hefur eitthvađ gott gerst á ţessum langa tíma. Ţađ vćri til of mikils ćtlast ef mađur reiknađi međ ţví ađ sjálfstćđismönnum tćkist ađ sneiđa hjá öllum góđum gjörningum. Sjálfsagt ţykir mörgum til háborinnar skammar ađ Sjálfstćđisflokkurinn skuli hafa haldiđ Framsókn í helmingaskiptabandalagi í 12 ár. Og vissulega er skelfilegt til ţess ađ hugsa ađ jöfrar helmingaskipta og spillingar skuli hafa fariđ međ völd í landinu í eina tylft ára. En verstur er sá ljóti listi sem eftir flokkinn liggur.
Auđvitađ má ekki gleyma ađ minnast á Davíđ Oddsson, jafnvel ţótt eitthvađ segi manni ađ...

19. Apríl 2007

Baldur Andrésson skrifar: TÍMINN OG VATNIĐ

Landsfund Sjálfstćđisflokksins skorti kjark til ađ minnast á Íraksmáliđ í ályktunum
sínum, komplexinn er áberandi. Ađspurđur í sjónavarpinu líkti íhaldsformađurinn Íraksstefnu íslensku hćgristjórnarinnar viđ vatn,  sem horfiđ er undir brúna, komiđ á haf út.  Ţessi eru ummćlin um burđarvirkiđ í utanríkisstefnunni, sífellda   undirgefni viđ grimmdarlega útţennslustefnu bandarískra hćgriöfgamanna, m.a. í  Miđ-Austurlöndum.  Fjögurra ára stríđsböl Íraka átti sér hvatningu frá Íslandi. Stríđstíminn stendur enn, eins og vatniđ sem er djúpt og myrkt, vćntanlega eins og vitund íhaldsformannsins. Íraksstríđiđ hefur á fjórum árum kostađ á bilinu 700.000 til milljón mannslífa. Fjöldi líkamlega og andlega farlama Íraka og slasađra er gífurlegur.  Á fimmtu milljón Íraka eru á flótta frá landi...Ekki er ţó mannúđarleysiđ algert. Fréttir herma ađ vígafús ríkisstjórn Íslands hafi nú veitt einni krónu og fimmtíu aurum á haus  hverjum  írökskum stríđsflóttamanni í tilefni  af kosningavori á Íslandi...

17. Apríl 2007

Guđjón Jensson skrifar: AĐ STJÓRNA ŢJÓĐFÉLAGI ER EINS OG AĐ SJÓĐA MARGA FISKA Í EINUM POTTI

Nú hefur forysta Sjálfstćđisflokksins veriđ endurkjörin međ rússneskri kosningu, rétt eins og oftast áđur. Spurning hvort Geir Haarde hafi fariđ af landsfundinum heim međ fegurstu stelpunni, skal ósagt látiđ. Frá ţví eg byrjađi ađ fylgjast gjörla međ stjórnmálum fyrir um 4 áratugum ţá hefur mér alltaf fundist ađ forystumenn Sjálfstćđisflokksins hafi yfirleitt reynt ađ forđast ađ taka afstöđu í nokkru deilumáli sem upp hefur komiđ í íslensku samfélagi. Ţeir hafa yfirleitt reynt ađ láta deilumál leysast af sjálfu sér, afstađa ţeirra mótast kannski af ţví sjónarmiđi ađ best sé ađ leyfa ţessum deilum ađ fara fram hjá sér, rétt eins og djúpu haustlćgđirnar sem skella á landinu međ miklum látum og ekki verđa umflúnar. Svo áđur en langt um líđur ţá er...

14. Apríl 2007

Helgi Guđmundsson skrifar: GLEYMIST MISRÉTTI STÉTTASKIPTINGARINNAR?

Vikulegar skođanakannanir Gallups, sýna allar sömu ţróun og ţađ sem meira er, flestir áhugamenn um stjórnmál hafa á tilfinningunni ađ kannanarnir séu í góđu samrćmi viđ ţađ sem ţeir finna fyrir í sínu nćrumhverfi.
Á hinn bóginn vekur ţađ undrun ađ svo virđist sem stjórnarflokkarnir muni halda velli - ađ sönnu eru um 4 vikur til kosninga og ýmislegt getur gerst á ţeim tíma. Í ţví efni er umhugsunarverđast ađ Sjálfstćđisflokkurinn er alltaf stćrsti flokkur landsins og hefur svo veriđ óslitiđ frá stofnun hans 1929 (ef mig misminnir ekki um of) Ţađ vćri verđugt verkefni fyrir ...

9. Apríl 2007

Einar Ólafsson skrifar: HĆTTUM AĐ ATAST Í FRAMSÓKN OG SNÚUM OKKUR AĐ SJÁLFSTĆĐISFLOKKNUM

Fylgisaukning Vinstri grćnna í skođanakönnunum ađ undanförnu er mjög ánćgjuleg. Lítiđ fylgi Framsóknarflokksins er líka fagnađarefni. Hins vegar er áhyggjuefni ađ Sjálfstćđisflokkurinn virđist halda sínu fylgi, ţađ rokkar ađ vísu nokkuđ upp og niđur í skođanakönnunum, en er venjulega meira en í síđustu kosningum.
Stjórnarandstćđingar eru alltof uppteknir af Framsóknarflokknum. Ég hef ađ vísu ekki gert skipulega könnun á ţví, en mér finnst eins og meira sé hnýtt í Framsóknarflokkinn en Sjálfstćđisflokkinn. Sá síđarnefndi er nánast stikkfrí međan atast er í Famsókn. Ţađ er auđvitađ svolítiđ kúl, svo ég nefni áberandi dćmi, ađ ganga međ barmmerki međ áletrunum eins og „Aldrei kaus ég Framsókn“ eđa „Af hverju ekki ríkisstjórn međ zero Framsókn?“ og níu af hverjum tíu finnst ţađ nokkuđ sniđugt. En viđ skulum athuga ţađ, ađ fjórir af ţessum níu ćtla ađ...

7. Apríl 2007

Kristján Hreinsson skrifar: PALLI EINN Í HEIMINUM

...Og Ţorgerđur var mćtt ađ hljóđnemanum til ađ flytja ţjóđinni ţađ fagnađarerindi ađ sjálfstćđismenn ţyrftu á stuđningi viđ Framsókn ađ halda – ađ Framsókn vćri frćg fyrir slćma útkomu í skođanakönnunum en fengi alltaf vel úr kjörkössunum.
Ríkisútvarpiđ stundar í dag ţađ sem kalla má skođanahönnun. Ţví er markvisst trođiđ í ţjóđina ađ ríkisstjórn Helmingaskiptaveldisins sé ţađ besta sem fundiđ hefur veriđ upp. Okkur er markvisst kennt ađ gleyma ţví ađ dómskerfiđ, rannsóknavaldiđ og yfirleitt allt opinbert vald lýtur lögmálum spillingar. Olíufurstarnir sem stálu af ţjóđinni milljörđum og sluppu međ skrekkinn eru dćmi um ţá gengdarlausu spillingu sem Helmingaskiptaveldiđ vill ekki ađ viđ fáum fréttir af...

4. Apríl 2007

Andrea Ólafsdóttir skrifar: ER EINKAREKSTUR LAUSNIN?

Nú hefur veriđ uppi mikil umrćđa um einkarekstur innan skólakerfisins og í síđasta Silfri Egils var Margrét Pála mćtt til ađ tala fyrir ţví ađ ţađ vćri kvenfrelsismál ađ einkavćđa skólakerfiđ ađ mér skildist. Ég ţekki ágćtlega til Möggu Pálu og hennar starfs og met ţađ mikils. Ég skil hana einnig sem svo ađ í raun sé hún ađ tala fyrir ţví ađ kerfiđ verđi ekki svo miđstýrt ađ ţar geti ekki ţrifist mismunandi hugmyndafrćđi og stefnur og straumar. Nú er ég einstaklega mikil áhugamanneskja um ţetta mál og ćtlađi meira ađ segja sjálf ađ stofna skóla. Ţađ sem ég myndi vilja koma á framfćri er einmitt ađ viđ í VG erum fylgjandi frelsi innan hins opinbera kerfis, en ţó međ ţannig varfćrni ađ ekki verđi til mismunun sem gerir ţađ ađ verkum ađ einungis börn frá efnađri fjölskyldum hafi kost á slíku valfrelsi innan skólakerfisins. Ţá vil ég einnig ganga svo langt ađ segja ađ...

Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

7. Febrúar 2018

BARÁTTA ŢVERT Á LANDAMĆRI

Takk fyrir að birta fréttina um lögsóknina á hendur breska ríkinu fyrir að ætla að eyðileggja heilbrigðsiskerfið með einkavæðinu. Það er hárrétt hjá þér Ögmundur að þetta kemur okkur öllum við óháð landamærum. Ég gaf 25 pund í söfnunina og er stoltur af . Ég sé að margir eru sem betur fer að taka þátt. En þörf er á miklu fleirum. Ég vil hvetja alla sem lesa þetta að láta eitthvað af hendi rakna ... 
Jóhannes Gr. Jónsson

6. Febrúar 2018

AĐ KUNNA AĐ PLATA OG GANGA SVO Í EINA SĆNG

Verkefnisstjóra sér valdi Kata
víst stjórnarskránni breyta á
En Íhaldið Kötu kann að plata
og lét ´ana hafa Unni Brá.
...
Pétur Hraunfjörð

2. Febrúar 2018

BORGIN VILL BÓLU!

Reykjavíkurborg hefur vanrækt að styðja við Félagsíbúðir í samræmi við það sem lofað var fyrir síðustu kosningar. Í staðinn ætlar borgin að styðja byggingarfyrirtæki ASÍ, Bjarg. Vanrækslan hefur valdið því að nú á skyndilega og með andfælum að blása út stóra bólu á vegum verktakafyrirtækja, sbr, ummæli borgarstjóra; „Áhyggjur okkar lúta meira að því að það sé ekki nógu mikið af stórum og öflugum verktökum til að takast á við öll þessi verkefni ... Það væri hægt að tvö- falda kraftinn ef það væri nógu mikið af krönum og mannskap til þess að gera það,"
Sigurður Hannesson, talsmaður iðnaðarins, segir
Jóel A.

2. Febrúar 2018

SENT INN AF TILEFNI AF MANNA-RÁĐNINGU Í BRUSSEL

Engu þarf um það að spá,
þetta er gömul saga: 
Ef ráðherrarnir fara frá,
fá þeir bein að naga.

Sent inn en vísan mun vera eftir Jóhann Fr. Guðmundsson

30. Janúar 2018

ER VERKALÝĐS-HREYFINGIN AĐ VAKNA?

Mér sýnist að þau sem héldu að verkalýðshreyfingin hefði sungið sitt síðasta þurfi að endurskoða þá trú - vonandi. Ég heyri ekki betur en stefni í að tekist verði á um málefni í hreyfingunni í fyrsta sinn í langan tíma og þar megi nú kenna eldheitt baráttufólk fyrir bættum kjörum og réttindum láglaunafólks. Auðvitað er margt gott fólk fyrir í verkalýðshreyfingunni en vegna almenns doða hafa völdin verið í höndum örfárra einstaklinga. Fundir og samkomur hafa verið eins eftir matarpásu í yngstu deild á leikskóla, þá leggja sig allir. En nú horfum við til framboðs Sólveigar Jónsdóttur til formanns í Eflingu. Þar er sofandahætti aldeilis ekki fyrir að fara. Láti gott á vita!
Sunna Sara

30. Janúar 2018

LIFANDI FLOKKUR EN DAUĐUR ŢÓ

Lifandi dauður líklega er
um léleg heitin vænum
Og trúlega til fjandans fer
flest hjá Vinstri/grænum.
...
Pétur Hraunfjörð

28. Janúar 2018

LIFANDI DAUĐAN FLOKK STYĐ ÉG EKKI

Upphrópanir eftir flokksráðsfund Vinstri grænna eru að Vinda hafi lægt innan VG. Þannig sagði mbl.is frá. Flokkurinn telur sig sem sagt vera kominn í skjól og logn og sæll með sitt hlutskipti í lífinu. Mér sýnist hins vegar flokkurinn þótt á lífi, sé á góðri leið með að verða lifandi dauður. Enda kannski ekki við öðru að búast af fólki sem finnst ekki neitt, lífið sé bara tækni. Dapurlegt þykir mér þetta þó því flokkinn studdi ég á meðan mér sýndist örla þar fyrir lífsmarki en held að nú sé komið nóg fyrir minn smekk.
Bjarni

16. Janúar 2018

SÖGULEGIR SIGRAR EĐA HVAĐ?

Því er slegið upp að atvinnuveganefnd Alþingis verði nú í fyrsta skipti stýrt af konum. Af þessu stærir formaðurinn sig, Lilja Rafney Mgnúsdóttir. Inga Sæland, Flokki fólksins, verður fyrsti varaformaður og Halla Signý Kristjánsdóttir, Framsóknarflokki, annar varafromaður. Lítið vitum við um stefnu þeirra í atvinnumálum. Á sama tíma berast fréttir frá Noregi að ný stjórn sé á teikniborðinu. Saman komu þær fram á fréttamannafundi til að skýra frá þessu þær Erna Solberg, Hægri flokknum, Siv Jensen, Framfaraflokknum og Trie Skei Grande, Frjálslynda flokknum. Allt konur. Allar afturhald að mínu mati! Kynin eiga að standa jafnt að vígi í stjórnmálum. En þá á líka að sýna þeim þá virðingu að taka konur jafnt sem karla alvarlega, óháð kyni og spyrja um stefnu og innihald. Eitthvað er rangt við þessa framsetningu og ótrúlega afturhaldssamt á árinu 2018. Kannski líka svoldið niðurlægjandi - fyrir konur.
Kona

13. Janúar 2018

VALHÖLL OG BORGARSTJÓRN

Baráttan er byrjuð þar
og bjartsýnir eygja von.
Útsvars-stjarnan valin var
Vilhjálmur Bjarnason.

Eyþór Arnalds ætlar sér
oddvitasætið þarna.
En Villi víst með sigur fer
enda vinur Bjarna.
Pétur Hraunfjörð

8. Janúar 2018

SKORIĐ NIĐUR HJÁ LANDHELGIS-GĆSLUNNI Í GÓĐĆRI!

Eftir hrun voru varðskip leigð til útlanda til að mæta óhjákvæmilegum niðurskurði. Það var ekki gott en menn féllust á að það væri óhjákvæmilegt. En er óhjákvæmilegt að skera niður fjárframlög til Landhelgisgæslunnar við núverandi aðstæður þar sem peningum er hlaðið á degi hverjum inn í hagkerfið m.a. með stórauknum straumi ferðamanna? Stenst Landhelgisgæslan þetta? Nei, það gerir hún ekki enda ...
Starfsmaður LandhelgisgæslunnarBSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

3. Febrúar 2018

Einar Ólafsson skrifar: ŢEGAR NÝJA MARKIĐ SÁ DAGSINS LJÓS

Takk Ögmundur fyrir frumkvæði þitt að fundinum í dag. Það var mjög athyglisvert að hlusta á Zoe Konstantopoulou. Þegar hún var að tala um Evrópusambandið og evruna kom mér í hug klausa úr gamalli norskri skáldsögu (gamalli eða ekki, hún kom út á æskuárum okkar). Einn merkasti rithöfundur Norðmanna eftir Ibsen og Hamsun var Jens Bjørneboe, lítt þekktur hér. Merkasta bók hans, að mér finnst, kom út árið 1966, Frihetens øyeblikk. Þorsteinn bróðir minn gaf mér hana í jólagjöf árið 1970. Eftir að ég las hana var ég ekki samur maður. Ég byrjaði að þýða hana ...

12. Október 2017

Kári skrifar: FÁEIN ORĐ UM VEGTYLLUR, SKYNFĆRI OG MANNGREINAR-ÁLIT

Mannvirðingar meta best,
máta flokka, stöður þrá.
Til Himnaríkis heldur lest,
henni vilja margir ná.

Hugtakið "vegtylla" er skilgreint í íslenskri nútímamálsorðabók svona: "sýnileg upphefð, viðurkenning eða góð staða". Mikilvægt er að hafa þessa skilgreiningu á hreinu, enda sækjast margir eftir vegtyllum sem svo eru kallaðar. Eins og skilgreiningin ber með sér, má ljóst vera að "sýnileg upphefð" er einhvers konar "upphefð" sem maður, eða menn, sýnir öðrum manni eða mönnum. Þetta er með öðrum orðum ...

27. Júní 2017

Sveinn Elías Hansson skrifar: RÍKIĐ SKERĐIR RÉTTINDI ALDRAĐRA OG ÖRYRKJA, MEĐ EIGNUM RÍKISSJÓĐS

Þegar launamenn greiða hlut af launum sínum inn í lífeyrissjóði, sem þeir eru skyldugir að gera, þá er EKKI greiddur tekjuskattur af þessum greiðslum, þannig að ríkið á hluta af þessum greiðslum þegar þær eru greiddar út og þær eignir SKERÐA réttindi lífeyrisþega. Ríkið skerðir semsagt greiðslur til lífeyrisþega, með eignum sínum. Við getum tekið einfalt dæmi til að sýna fram á þetta ...

Slóđin mín:

Frjálsir pennar

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta