Frjálsir pennar
Þó að enn sé verið að ræða um Írak á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna virðist eins og Bandaríkjamenn séu tilbúnir og reiðubúnir
til að fara út í þetta stríð án þess að samþykki SÞ sé, að þeirra
mati, þörf. Það verður tiltölulega auðvelt að sannfæra almenning
hér í Bandaríkjunum um réttmæti þessarar ákvörðunar enda hefur fólk
hér, sérstaklega þeir sem eru hægra megin í pólítíkinni ekki mikið
álit á þeirri stofnun.
Lesa meira
Það er oft tilhneiging, eins og ég hef reyndar bent á í ræðu og
riti, að persónugera stjórnmál Mið-Austurlanda. Þó að slík áhersla
sé skiljanleg vegna þess að vissar persónur hafa verið mjög
áberandi og "strong-man politics" er frekar einkennandi í
stjórnarfari einræðisríkja, þá er þessi tilhneiging þó á margan
hátt villandi.
Lesa meira
Margir þeirra stjórnmálamanna, sem andæft hafa stríðsáætlunum
Bandaríkjamanna og Breta gegn Írak, fengu eldskírn sína á tímum
Víetnamstríðsins. Engin stríðsátök síðari tíma hafa með sama hætti
afhjúpað fáránleika stríðsins.
Lesa meira
Það má segja að stríðið sé hafið. Það er að segja orðastríðið.
Hatrammar
deilur eiga sér á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, milli
forystumanna
Arabaríkjanna og meðal íraskra útlaga.
Lesa meira
Það er svo mikið um að vera, hvort um er að ræða í Evrópu,
Bandaríkjunum eða í
Mið-Austurlöndum að ég hef varla haft undan að fylgjast með. Og það
er af nógu að taka! En ég ætla þó að leggja áherslu á þrennt sem
hefur kannski ekki verið svo mikið rætt um og það er: 1) lýðræði í
Írak, 2) myndbönd Bin Laden, 3) stríðsáætlanir Bandaríkjanna.
Lesa meira
Það er ekki endilega gaman að vera Evrópubúi í Bandaríkjunum um
þessar mundir! Um helgina var ég staddur á bensínstöð og beið meðan
að var verið að skipta um olíuna á bílnum mínum. Afgreiðslumaðurinn
byrjaði að spjalla við mig um daginn og veginn.
Lesa meira
Yfirvofandi stríð gegn Írak er eins og gefur að skilja mál
málanna á alþjóðavettvangi um þessar mundir. Eins og stundum áður
eru röksemdir hinna vígglöðu stórvelda reistar á afar veikum
grunni. Í samræmi við það er æði misjafnt dag frá degi hvað er
helst tilgreint af ráðamönnum Bretlands og Bandaríkjanna sem
ástæður og markmið yfirvofandi árásar.
Lesa meira
Á dögunum var hér lækningaprédikari frá Afríku, menntaður í
Bandaríkjunum, Charles Ndifon. Skilja mátti auglýsingar þeirra er
stóðu fyrir lækningasamkomum með honum að þeir allt að því lofuðu
kraftaverkum. Landlæknir hefur gert alvarlega athugasemd við
framgöngu þessara manna.
Lesa meira
Margt misjafnt hefur verið sagt um Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur eftir að hún afréð að taka 5. sætið á lista
Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður sem leiddi til þess
að hún varð að segja af sér embætti borgarstjóra...
Lesa meira
Til hamingju með heimasíðuna, Ögmundur. Að vísu fer ég
aldrei ótilneyddur inn á vefsíður, ég verð helst að hafa stafi á
blaði, geta flett aftur á bak og áfram, flutt lesmálið á milli
herbergja, lagst út af með það, stungið því í vasann, merkt við,
strikað undir.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum