Greinar

Eitt er víst að hefði ég verið staddur á Íslandi sem ég ekki er, þá hefði ég fylgt Ólafi Ólafssyni landlækni til grafar en útför hans fór fram frá Hallgrímskirkju í dag. Án efa hefur kirkjan verið þéttskipuð og á minningarsíðum Morgunblaðsins birtist mikill fjöldi greina. Þar er margt vel sagt. Enda frá mörgu að segja um þennan mann sem aldrei varð fyrrverandi landlæknir því titlinum hélt hann í huga þjóðarinnar til dauðadags, löngu eftir að hann lét af embætti. Skýringin er sú að ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 07/08.05.22.
... Má ekki ætla að samræðan sé líklegri til langtíma árangurs en vináttuslitin? Þetta eru stórmál sem við hljótum að þurfa að ræða en láta ekki ráðamenn fara sínu fram í okkar umboði, en umboðslaust sem gerist ef engin almenn umræða á sér stað. Það hefur djúpstæð áhrif á fólk að finna fyrir útskúfun og óvild vegna kynþáttar, trúarbragða eða þjóðernis. Slíkt gleymist seint ...
Lesa meira
... Þessar línur set ég hér til að votta Leifi Haukssyni virðingu mína en jafnframt til að koma á framfæri einnig hér á þessari síðu eftirfarandi samantekt sem RÚV hafði á dagskrá í dag. Þessi rúmlega tuttugu mínúntna dagskrá með umsögnum samstarfsmanna Leifs Haukssonar er einstaklega góð og falleg – og sönn ...
Lesa meira

Það er nokkuð um liðið frá því ég las bók Barböru Demic, Að borða Búdda en kem því nú fyrst í verk að fara um hana nokkrum orðum. Geri það eiginlega fyrst og fremst sjálfs mín vegna, skapa mér tilefni til að hugleiða boðskap höfundarins sem lagði ekki lítið á sig til að koma honum á framfæri.
Áður en lengra er haldið langar mig til að þakka bókaútgáfunni Angústuru sérstaklega fyrir að ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 23/24.04.22.
Fyrir réttum fjórum árum, í apríl 2018, fór fram atkvæðagreiðsla í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um hvað gera skyldi vegna ásakana um að stjórnvöld í Sýrlandi hefðu beitt efnavopnum. Í öllum höfuðfréttaveitum hins vestræna heims var talað um eina tillögu sem atkvæði hefðu verið greidd um ...
Lesa meira

Þessa verður spurt við Rauða borðið á Samstöðinni í kvöld en þátturinn verður síðan aðgengilegur á u-tube: Erum við á sama stað og í aðdragnda hrunsins? Nú þessa dagana þegar umræðan rís í þjóðfélaginu vegna einkavæðingar banka þá gerist sú tilfinning ágeng að ...
Lesa meira

Æfinga-landganga NATÓ hermanna í Hvalfjarðarfjörum fyrir nokkrum dögum er tilefni til þess að hugleiða hvað NATÓ ríkin eru að bauka annars staðar.
Nú heyrum við að Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands hafi í hótunum við herforingjastjórnina í Mali fyrir að halda framhjá Vesturveldunum og verði stuðningi frá hendi NATÓ/ESB ríkja hætt við Mali ef ekki verði ...
Lesa meira

... Gott er til þess að vita að einhverjir mótmæltu. Ekki hefði sakað að mótmæli hefðu einnig - og kannski ekki síður - farið fram við Stjórnarráðið eða utanríkisráðuneytið. Þar liggur ábyrgðin. Varla hjá hermönnum sem er skipað að æfa sig með drápstól. En hvers vegna þessar æfingar? ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 09/10.04.22.
Fyrir mína kynslóð ætti það að vera algerlega óásættanegt að skila veröldinni verri en hún var þegar við fæddumst í þennan heim. Það er þó að gerast. En er of seint í rassinn gripið að bæta úr? Kynslóð fædd um miðja síðustu öld á ekki svo langt eftir. Ég er samt sannfærður um að ekki sé öll von úti enn því eins mótsagnakennt og það kann að hljóma leynist sprengikraftur í tímaleysinu. Nokkur orð um þetta ...
Lesa meira
... Á Alþingi studdu nær allir þessa sölu. Það er bara að þessi mátti ekki kaupa og ekki hinn. Í ljós kom nefinlega að gamlir kunningjar voru á ferðinni, lumuðu á góðum fúlgum til fjárfestinga sem svo aftur færðu þeim á örskotsstundu milljónir og mjilljónatugi í gróða þegar undirverðið tók að nálgast markaðsvirði bréfanna. Allt eins og áður.
Út á þetta og nákvæmlega þetta gengur leikurinn, koma banka úr almannaeign til fjárfesta, helst erlendra sagði fjármálaráðherrann...
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Hér veröld ríkra virða má
víst er ágætt djobbið
En upp fyrir enni nefin ná
og ekki vantar snobbið.
Allir virðast vera með skrekk
viðvörunar bjöllur klingja
Að selja bankana trekk í trek
til útvaldra uppvakninga.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum