Greinar 2013

... Margt eftirminnilegt gerðist á árinu sem nú er senn á enda
runnið. Í mínum huga er ofarlega á blaði heimsókn á
munaðarleysingjahæli í Kolkatta á Indlandi í febrúarmánuði á þessu
ári. Þar hitti ég Lísu frá Svóþjóð en í frumbernsku hafði hún haft
viðdvöl á þessu sama munaðarleysingjaheimili og ég heimsótti nú
ásamt samstarfsfólki úr Innanríkisráðuneytinu og frá Íslenskri
ættleðingu. "...Þar sem ég sat í forstofuganginum og
drakk te, sá ég inn í svefnsalinn þar sem Lísa var að gæla við
börnin sem þar voru í vöggum sínum. Mér fannst hún vera stóra
systir að...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Mogunblaðsins 29.12.13
...Slysavarnafélagið Landsbjörg er nefnilega félagið
okkar allra og það er með mikilli ánægju að ég banka þar upp á
hvern einasta gamlársdag að kaupa stjörnuljós og blys að ógleymdum
flugeldunum til að lýsa upp himininn í kveðjuskyni við liðið ár og
til að fagna nýju ári - að þessu sinni árinu 2014, sem ég óska
okkur öllum til hamingju með um leið og ég minni okkur öll á að
greiða iðgjöldin! Það gerum við með því að kaupa stjörnuljósin hjá
Slysavarnafélaginu Landsbjörg ....
Lesa meira

Nýgerða kjarasamninga bar hæst í morgunspjalli okkar Níelsar
Brynjarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í Bítinu á Bylgjunni
í morgun. Ljóst er að takmörkuð ánægja er með samninga ASÍ og
SA og að þeir verða ekki fyrirmynd hjá
hinu opinbera fái samtök lanafólks á þeim vettvangi
einhverju þar um ráðið. Í þættinum vék ég að tali um
að halda aftur af gjaldskrárhækkunum hjá opinberum aðilum. Þar
skyldu menn fara varlega í allar alhæfingar. Starfsemi sem er
fjármögnuð með álögðum gjöldum en er meinað að fylgja
verðlagsrþóoun á það á hættu að þurfa að draga úr þjónustru og
segja upp starfsfólki eða skuldsetja sig. Þetta hefur mér löngum
þótt vanta ...
Lesa meira
Birtist í DV 20.12.13.
...Hvað sem því
líður, þá er veruleikinn sá að sanngirnisbæturnar eru orðnar eins
konar mælistika, þar sem kvarðinn eru krónur og aurar; mælikvarðinn
á sanngirni samfélagsins. Það er nákvæmlega þarna sem Kaþólska
kirkjan bregst. Í Landakotsskóla, sem verið hefur undir handarjaðri
Kaþólsku kirkjunnar, voru framin mjög alvarleg brot gegn börnum.
Kaþólska kirkjan má eiga það að hún lét rannsaka málið - að
vísu eftir nokkurn eftirrekstur. En síðan kom að hinni raunverulegu
viðurkenningu á eigin brotum, að bregða mælistikunni góðu á viljan
til "sanngirni". Í bréfi sem brotaþolum hefur verið
skrifað ...
Lesa meira

Jólin eru hátíð bókanna. Ég steig inn í lestrarhátiðina með
ljóðabók Péturs Arnar Björnssonar, Af kynjum og víddum og
loftbólum andans. Mæli ég með þeirri andans næringu sem
lesturinn gaf, skemmtilegur, mjúkur, íhugull og ljóðrænn.
Höfundur...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 15.12.13.
...Hann afþakkaði þessa sýndarupphæð og hafði
reyndar jafnframt á orði að hann hefði aldrei ásælst peninga.
Í viðtali við DV segir þessi hugrakki maður: "Af því að
peningarnir skiptu ekki máli. Ég bað bara um að ég yrði persónulega
beðinn afsökunnar. Ég vildi að daginn eftir sættir myndi biskupinn
standa upp í hámessu og biðja mig, Ísleif Friðriksson, afsökunar á
ofbeldinu og taka utan um mig. Eins og fólk biður ...
Lesa meira

Í Bítinu á Bylgjunni í morgun ræddum við Brynjar Níelsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um brennandi málefni líðandi
stundar. Brynjar er gagnrýnin á nýfallna dóma og furðar sig á
því að aðrar þjóðir hafi ekki farið í sams konar rannsóknir á
efnahagsbrotum og við höfum gert. Eitthvað hljóti að vera að hjá
okkur! Ég spurði á móti hvort það gæti verið að stjórnvöld annars
staðar drægju taum fjármálaafla og vakti jafnframt athygli á því að
það væri aðdáunarefni víða um lönd hvernig við hefðum tekið á
málum.
Þá ræddum við um....
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 09.12.13.
Ástæða
þess að Orkuveitu Reykjavíkur hefur ekki verið sundrað í nokkur
aðgreind fyrirtæki samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins, er sú að
það hefur þótt veikja fyrirtækið. Í greinargerð með frumvarpi sem
nú liggur fyrir Alþingi sem opnar fyrir aðgreiningu OR í fyrirtæki
sem "stunda vinnslu, framleiðslu og sölu raforku og heits vatns og
gufu og rekstur grunnkerfa, svo sem dreifiveitu rafmagns,
hitaveitu, vatnsveitu, fráveitu og gagnaveitu, auk annarrar
starfsemi sem hefur sambærilega stöðu", segir að þessu hafi ítrekað
verið frestað "með vísan til aðstæðna á fjármálamörkuðum og
viðkvæmrar stöðu orkufyrirtækjanna varðandi fjármögnun." Með öðrum
orðum uppstokkunin hefur þótt veikja fyrirtækið og ...
Lesa meira

Mál málanna í spjalli okkar Brynjars Níelssonar, þingmanns
Sjálfstæðisflokksins, í Bítinu á Bylgjunni í morgun var einakvæðing
í heilbrigðiskerfinu. Í vikunni sem leið var boðuð fjárfesting upp
á rúma tvo milljarða í nýrri einakrekinni heilbrigðismiðstöð - sem
ríkið á náttúrlega að borga! Heilbrigðisráðherrann var viðstaddur
þegar þetta var tilkynnt til að leggja áherslu á velþóknun
stjórnvalda. Síðan ræddum við ...
Lesa meira

Í vikunni sem leið var afgreitt aftur til nefndar frumvarp sem
opnar á að sundra Orkuveitu Reykjavíkur í frumeiningar sínar. Lengi
vel óskuðu eigendur OR, það er Reykjavíkurborg, Akranes og
Borgarbyggð eftir því að þessari ráðstöfun yrði frestað því sýnt
væri að það myndi veikja stofnunina til muna. Í fjórgang var
...
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum