Birtist í DV 07.11.14.. Vandamál sem ÁTVR hefur átt við að glíma er þegar óprúttnir brennivínssalar reyna að stuðla að unglingadrykku með því að setja áfengi í sakleysislegar umbúðir, "gleði og gaman", "brennivínið bara einsog djús krakkar"! . Þessir sömu aðilar eða andleg skyldmenni þeirra beita svipuðum brögðum í auglýsingum með því að gera mörkin óljós á milli óáfengra og áfengra drykkja.
Í dag var ég málshefjandi í sérstakri umræðu um læknaverkfallið og var heilbrigðisráðherra fyrir svörum. Verkfallsaðgerðir hafa nú staðið í hálfa aðra viku og valdið miklum erfiðleikum.
Á ríkið að selja ilmvötn og sælgæti, spyr Viðskiptaráð og hryllir sig í eftirfarandi ákalli - eins konar neyðarópi til landsmanna: „Íslenska ríkið rekur í gegnum Fríhöfnina ehf.
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis tók í morgun fyrir skýrslu sem unnin var fyrir embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um mótmælin sem urðu í kjölfar efnahagshrunsins og spannar hún árin 2008-2011.
Fátt annað komst að í viðræðum okkar Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjláfstæðisflokksins, í morgunútvarpi Bylgjunnar á þessum mánudagsmorgni en vekfall lækna og þrengingar heilbrigðiskerfisins.
Læknaverkfallið á sér ýmsar hliðar. Með niðurskurði í almennri heilbrigðisþjónustu, þar á meðal á kjörum heilbrigðisstarfsmanna og starfsaðstöðu, er búið í haginn fyrir einkavæðingu.
Í dag var ég viðstaddur sögulega stund í Mosfellskirkju í Grímsnesi. Þar messaði séra Þórir Stephensen, fyrrum dómkirkjuprestur í Reykjavík en hann er sonarsonur séra Stefáns Stephensen, fyrrum prests á Mosfelli.
Hinn 4. október 1984 hófst verkfall opinberra starfsmanna innan BSRB og stóð það í 27 daga. Reyndar fjórum dögum betur hjá starfsmönnum Ríkisútvarpsins sem lögðu niður vinnu 1.