Greinar

Merkilegt að finna fyrir nið tímans. Það fannst mér ég gera við
útför móðursystur minnar Sigríðar Ö. Stephensen frá Hólabrekku á
Grímstaðaholti í Reykjavík í dag. Sigríður lifði heila öld. Hún var
fædd í mars árið 1908 og átti tæpa þrjá mánuði í að hafa
lifað í rétt hundrað ár. Líf hennar spannar því nær tíunda
hluta Íslandssögunnar. Um Sigríði skrifar systursonur hennar, Björn
Jónasson í Morgunblaðið í dag: "Sigríður, var borinn og
barnfæddur Reykvíkingur, fæddist í Hólabrekku og bjó þar í næstum
heila öld. Hennar bær var Reykjavík, borgin sem hún horfði á
breytast úr smábæ í volduga borg. Og hennar öld var tuttugasta
öldin. Öldin sem breytti Íslandi meir en nokkur öld hafði gert
áður. Öld sjálfstæðis, öld stríða, öld síma og samgöngubyltingar,
öld vatnsveitu og nýrra viðskipta- og atvinnuhátta."
Lesa meira
...Þannig hefur komið í ljós að sá aðili sem mestan áhuga hefur
sýnt þessu verkefni er fjárfestingarsamsteypan Veritas Capital sem
er eignahaldsfélag umboðs- og lyfjadreifingarfyrirtækja. Er það
snjöll ráðstöfun að fela lyfjafyrirtækjum, eða aðilum sem þeim eru
tengd, að annast sjúkraskýrslur á stærsta sjúkrahúsi landsins?
Svari hver fyrir sig. Ég er hræddur um að Guðlaugur Þór Þórðarson
heilbrigðisráðherra komist ekki hjá því að svara Hann komst upp með
að þegja þegar hann var inntur eftir þessu á þingi fyrir þinghlé en
á bak við þögnina getur ráðherrann ekki skýlt sér lengur.þessari
spurningu á Alþingi þegar þing kemur saman.
Lesa meira
...Ég tel að ekki eigi að einskorða umræðuna við það hve lengi
forseti situr heldur hvert við viljum að verði inntak embættisins.
Mín skoðun er sú að hið pólitíska hlutverk eigi að hvíla hjá
Alþingi og ríkisstjórn sem starfar í umboði þess. Embætti
forseta Íslands eigi fyrst og fremst að þjóna menningarlegu
hlutverki. Forseti eigi að tala máli lands og þjóðar, halda á loft
gildum sem sameina, styrkja okkur og efla sem þjóð. Þetta hefur
núverandi forseti iðulega gert prýðilega. Sem áður segir hef ég
hins vegar gagnrýnt þegar mér hefur þótt forseti vor ganga of
langt, fyrir minn smekk , inn í auðmannafaðminn. Það faðmlag er
varasamt í heimi þar sem auðmagnið er að færa sig upp á skaftið
gagnvart samfélaginu, ásælist eignir þess og völdin yfir því.
Grímur Thomsen hefði...
Lesa meira

Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands kom fram í
fréttum í dag og kvað hann sér vera verulega brugðið að heyra
hversu illa öryggismálum væri komið um borð í íslenskum bátum og
skipum. Sævar sagðist óttast að eftirlitið hefði slaknað eftir að
skipaskoðun fór frá Siglingastofnun til einkafyrirtækja...Röksemdir
Sævars Gunnarssonar eru skýrar: Það fer ekki saman að græða á
öryggiseftirliti og sinna því sem skyldi.
...Rafmagnsöryggiseftirlit var einkavætt á Íslandi fyrir nokkrum
árum með hörmulegum afleiðingum. Ég var í hópi þeirra sem mótmæltu
hvað ákafast. Sagði að öryggiseftirliti myndi hraka, það kæmi til
með að hafna í fákeppni, flytjast af landsbyggð til Reykjavíkur og
yrði dýrara fyrir skattborgarann. Allt þetta gekk eftir og væri
fróðlegt að rannsóknarfréttamenn færu í saumana á því máli...
Lesa meira

...Reyndar held ég að það sé máti Svandísar að tala til fólks
þannig að það hrífist af. Hún er með félagslegar hugsjónir sínar á
hreinu á sama tíma og hún talar það sem kallað er mannamál. Allt
þetta, andúð fólks á spillingu, löngun til að halda eignarhaldi á
orkulindunum hjá þjóðinni og væntumþykja um hugsjónafólk, varð til
þess að Svandís nýtur stuðnings í þeim mæli sem opin kosning hjá
RÚV ohf leiddi í ljós. Hjá Stöð tvö var fíkniefnadeild lögreglunnar
fyrir valinu. Það þótti mér einnig gott. Málefnið og mennirnir eiga
skilið að fá athygli og löggæslan vel að lofinu
komin...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 11.10.18.
Nú á dögum koma fæstir gangandi, hjólandi eða ríðandi til Þingvalla. Flestir koma á bíl. Það er almenna reglan. Þess vegna er almenna reglan líka sú (núorðið) að innheimta aðgangseyri að Þingvöllum á bílastæðinu. Aðgöngumiðinn stendur nú í 750 krónum. Ef fleiri eru í bílnum má til sanns vegar færa að gjaldið fyrir að njóta Þingvalla sé lægra. Þetta var slagorðið fyrir hinn andvana fædda ...
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum