Fara í efni

BITLINGASPILLINGIN Í LEIFSSTÖÐ

Þú skrifar grein í Fréttablaðið um daginn og birtir svo einnig hér á heimasíðu þinni um skipan í stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Fram kemur að utanríkisráherra hafi skipað þrjá fulltrúa, þar af tvo fyrrverandi þingmenn Samfylkingarinnar; allt til þess að ráðherrann fái aðgang að þeim og hafi trúnað þeirra eins og það heitir á máli fyrirgreiðslustjórnmála! Þú virðist ekki átta þig á því Ögmundur, að þriðji Samfylkingarstjórnarmaðurinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sem nú var skipaður, Sigrún Jónsdóttir, var kosningastjóri Samfylkingarinnar og prófkjörstjóri eins ráðherra flokksins, Þórunnar Sveinbjarnardóttur, samgönguráðherra fyrir síðustu kosningar. Er það þetta sem átt er við þegar talað er um gagnsæja og heiðarlega stjórnsýslu, umræðustjórnmál og hvað það nú allt heitir.....? Er þetta ekki bara gamaldags bitlingapólitík?
Kv.
Sunna Sara