TRÚÐI EKKI MÍNUM EIGIN AUGUM
Ögmundur.
Ég trúði tæplega mínum eigin augum þegar ég las í Fréttablaðinu tilvitnun í skrif þín varðandi að Bankarnir megi fara úr landi. Ég á í talsverðum erfiðleikum með að skilja hugsunarháttinn á bakvið þetta "jafnaðarsamfélag" þitt. Bankarnir greiða eins og fram kemur í greininni 12 milljarða í ríkissjóð af sínum tekjum. Vert er að hafa í huga að ríkið hefur talsvert meiri peninga frá bönkunum eftir að þeir voru einkavæddir heldur en þegar þeir voru reknir af ríkinu.
Mín spurning til þín er þessi: trúir þú því virkilega að ef "strákarnir og stelpurnar í silkifötunum" eins og þú orðar það hefðu lægri tekjur að þá hefðu verkamenn, og aðrir sem hafa lægri tekjur, það eitthvað betra? Yrði niðurstaðan ekki sú að ef breytingarnar yrðu eins og þú virðist vilja þær, þ.e.a.s. að þeir sem hafa háar tekjur hefðu lægri tekjur eins og hinir (til "jöfnuðar") að ríkissjóður hefði mun minni peninga til þess einmitt að hjálpa þeim sem minna mega sín, reka heilsugæslu og skóla. Þú vilt fórna bönkunum úr landi og þar með taka atvinnuna af fleiri þúsundum manna sem vinna hjá bönkunum. Væri það virkilega gott fyrir efnahaginn og þá sem hafa lægri tekjur og þurfa á ýmissri aðstoð að halda frá ríkinu, ef bankarnir færu úr landi? Það eru ekki bara 12 milljarðar af skatti sem færi, hvað með tekjuskattinn og gjöldin sem allir starfsmennirnir borga. Ekki heldur gleyma því að þeir sem hafa peninga á milli handanna nota dágóðan hluta af þessum peningum í neyslu sem skapar tekjur fyrir önnur fyrirtæki og atvinnu fyrir aðra einstaklinga. Hefurðu aldrei heyrt um margföldunar áhrifin? Yfirlýsingar þínar benda til þess að þú hafir ekki hugsað dæmið til enda.
Hvernig væri að berjast frekar fyrir því að hinir launalágu hækki í launum, frekar en að þeir sem hafa góð laun eigi að lækka í launum. "Jafnaðarsamfélag" er náttúrulega ekkert annað en kommúnismi, og flestir vita að það gengur hreinlega ekki upp, hefur þú komið til Norður Kóreu? Ef allir eiga að vera jafnir (eins og hugtakið "Jafnaðarsamfélag" gefur til kynna) hver er þá hvatinn fyrir fólk að
Kær kveðja, Davíð Stefánsson.
Sæll og þakka þér fyrir bréfið Davíð. Þú beinir ýmsum spurningum til mín og mætti svara þeim í löngu máli. Auðvitað ber ekki að skilja ummæli mín á þann veg að ég óski eftir því að íslenskir bankar hverfi úr landi. Ég vil að sjálfsögðu hafa hér á landi öflugt bankakerfi. Það sem ég er að leggja áherslu á með skrifum mínum er að eigendur og æðstu stjórnendur bankanna sýni í verki að þeir vilji í reynd tilheyra íslensku samfélagi. ÞaðKveðja Ögmundur.