Fara í efni

ÁHUGVERÐUR FYRIRLESTUR Á FÖSTUDAGSMOGUN

     
Það getur varla hafa farið framhjá fólki að þessa dagana er mikil vitundarvakning í tengslum við vatn og hefur fjöldi félagasamtaka undirritað yfirlýsingu þar sem farið er fram á að litið verði á aðgang að vatni sem mannréttindi og verði höfð af þessu hliðsjón við alla lagasmíð auk þess sem ákvæði þar að lútandi verði sett í stjórnarskrá landsins.  
Um þetta var m.a. fjallað á mjög áhugaverðri ráðstefnu um vatn fyrr í mánuðinum, sbr. HÉR. 

Á vegum BSRB – og í tengslum við þetta vatnsátak – kemur hingað til lands prófessor við háskólann í Greenwich í Englandi, David Hall að nafni, og flytur fyrirlestur um hverjar afleiðingar hafa orðið af því að einkavæða neysluvatn þar sem slíkt hefur verið reynt. David Hall stýrir deild við háskólann í Greenwich sem hefur sérhæft sig í rannsóknum á skipulagsbreytingum innan almannaþjónustunnar.

Miklivægt er að allir þeir sem koma nálægt ákvarðanatöku um framtíð vatnsbóla og vatnsveitna hér á landi kynni sér málflutning Davids Halls.
Fyrirlestur hans er á Hótel Loftleiðum klukkan 9 á föstudagsmorgun. Fyrirlesturinn er öllum opinn og verður hann túlkaður.