ÁHUGVERÐUR FYRIRLESTUR Á FÖSTUDAGSMOGUN
16.11.2005
Á vegum BSRB – og í tengslum við þetta vatnsátak – kemur hingað til lands prófessor við háskólann í Greenwich í Englandi, David Hall að nafni, og flytur fyrirlestur um hverjar afleiðingar hafa orðið af því að einkavæða neysluvatn þar sem slíkt hefur verið reynt. David Hall stýrir deild við háskólann í Greenwich sem hefur sérhæft sig í rannsóknum á skipulagsbreytingum innan almannaþjónustunnar.
Miklivægt er að allir þeir sem koma nálægt ákvarðanatöku um framtíð vatnsbóla og vatnsveitna hér á landi kynni sér málflutning Davids Halls.
Fyrirlestur hans er á Hótel Loftleiðum klukkan 9 á föstudagsmorgun. Fyrirlesturinn er öllum opinn og verður hann túlkaður.