Fara í efni

BOÐSKAPUR POLLOCKS Á ERINDI VIÐ ÍSLENDINGA


Allyson Pollock, prófessor við Edinborgarháskóla, hefur verið á Íslandi  undandarna daga og flutt fyrirlestra bæði hjá háskólanum í Bifröst og einnig hjá BSRB. þá hafa verið við hana viðtöl í fjölmiðlum og munu enn eiga eftir að birtast við hana viðtöl. BSRB hefur í hyggju að gefa út í bæklingi erindið sem hún flutti á morgunverðarfundi í BSRB-húsinu sl. fimmtudag.
Eins og fram hefur komið í fréttum var ekki samþykkt að gera að lögum nú í haust frumvarp Guðlaugs þórs heilbrigðisráðherra um sérstaka stofnun sem annist kaup og sölu á heilbrigðisþjónustu. Frumvarpið er í anda þeirra kerfisbreytinga sem gerðar hafa verið í Bretlandi á undanförnum árum og leitt hafa til þess að Bretar sitja senn uppi með markaðsvætt heilbrigðiskerfi, dýrara og lakara. Þetta hefur gerst smám saman með aðskiljanlegum lagabreytingum og alltaf hefur viðkvæðið verið að einvörðungu sé um tæknilegar breytingar að ræða til að auka fjölbreytileika, valfrelsi , gagnsæi og skilvirkni! Skýldu menn kannast við þetta?
Nú eru Bretar hins vegar að vakna upp við þann vonda draum að vegna andvaraleysis sitji þeir uppi með kerfi sem enginn vilji nema þá fjármálamennirnir sem vita sem er að hægt er að hafa gífurlegan haganað af heilbrigðisþjónustunni komist þeir á annað borð yfir hana.
Þetta má ekki henda á Íslandi. Því miður hefur það sýnt sig að Samfylkingunni er ekki treystandi í þessu efni, annað hvort er hún blind á einkavæðingaröflin eða reiðubúin að þjóna þeim. Á komandi mánuðum verður að efna til kröftugrar umræðu um þessi mál þannig að þegar Alþingi kemur saman í september verði búið að upplýsa þingmenn. Þá vita þeir líka hvað til þeirra friðar heyrir.

Sjá slóðir: https://www.ogmundur.is/is/greinar/allyson-pollock-og-rannsoknarmidstodin-i-edinborg 
https://www.ogmundur.is/is/greinar/blair-tekinn-i-bolinu
http://www.bsrb.is/Default.asp?ID=0&type=one&news_id=1364&menuid=
http://www.bsrb.is/Default.asp?ID=0&type=one&news_id=1363&menuid=

Fréttaskýringarþáttur á YouTube frá Aljazeera. Kafað undir yfirborðið um hvort einkaframkvæmdir þjóni hagsmunum einkafyrirtækjanna eða almennings. Rætt m.a. við Allison Pollock og breska stjórnmálamenn.

 http://www.youtube.com/watch?v=69fEZ7ZVEvM&feature=PlayList&p=4A712F2859EB9B7F&index=7  http://www.youtube.com/watch?v=v1fM7iSM4-0&feature=PlayList&p=4A712F2859EB9B7F&index=6