ER AFNÁM 70 ÁRA REGLUNNAR RÉTTARBÓT?
31.01.2022
Aftur er komið fram þingmál um að afnema beri lögbundin starfslok opinberra starfsmanna við sjötíu ára aldur. Reyndar er ekkert í núgildandi lögum sem bannar fólki eldra en sjötíu ára að starfa. Lagakvöðin snýr aðeins að því að við þessi aldursmörk skuli ljúka réttinum til fastráðningar.
Árin sem ég starfaði hjá BSRB bar þessi mál oft á góma og sýndist sitt hverjum. Eftir því sem ég hugsaði málið betur þótti mér engin réttarbót felast í því að afnema þessi aldursmörk þótt ég sjái að sjálfsögðu að á þessu eru kostir og gallar.
Þegar málið kom til umræðu á Alþingi árið 2020 skrifaði ég pistil sem má finna á eftirfarandi slóð og læt ég hana fylgja hér sem eins konar innlegg í umræðuna: