ER ÁRIÐ 2007 RUNNIÐ UPP AÐ NÝJU?
Þessa verður spurt við Rauða borðið á Samstöðinni í kvöld en þátturinn verður síðan aðgengilegur á u-tube: Erum við á sama stað og í aðdragnda hrunsins?
Nú þessa dagana þegar umræðan rís í þjóðfélaginu vegna einkavæðingar banka þá gerist sú tilfinning ágeng að allt hafi þetta gerst áður og við mörg áður verið á svipuðu sögusviði. Þetta er stundum kallað DÉJÀ VU.
Ég ætla að gefa nokkur dæmi um hve margt er líkt með árunum í aðdraganda hrunsins og því sem nú er að gerast. Margir þekkja sölu ríkisbankanna upp úr aldamótum og það spillingarfen sem haldið var með þá út í, banka sem aldrei höfðu verið byrði á þjóðfélaginu, að undanteknum vandræðum Landsbankans uppúr 1990 en allur stuðningur sem hann þá fékk úr ríkissjóði var endurgreiddur. Nú var þess skammt að bíða að þeir yrðu byrði á þjóðinni.
Dæmið sem ég ætla að nefna er sala Landssímans sem okkur var sagt að aldrei yrði seldur, háeff- væðingin væri bara skipulagsbreyting. En svo var hann vitaskuld seldur.
Hér vel ég tvær slóðir nánast af handahófi því þær eru óteljandi greinarnar og pistlarnir þar sem ég fjallaði um einkavæðingar- og söluferlin. Alltaf var eitt sagt en annað gert og alltaf reynt er að skjóta molum að tilteknum aðilum. Það er með öðum orðum ekkert nýtt:
https://www.ogmundur.is/is/greinar/thjofnadur-i-thjodmenningarhusi
https://www.ogmundur.is/is/greinar/afturMunurinn nú og í aðdraganda bankahrunsins árið 2008 er sá að nú hefðum við átt að hafa lært, vera reynslunni ríkari, en svo er ekki, við erum stödd á nákvæmlega sama mistakakverkstæðinu og að gera sömu mistökin upp á nýtt!
Og þá er spurningin, í hverju eru mistökin fólgin? Að mínu mati eru þau fólgin í sjálfri einkakvæðingunni, það er hún sem er meinið, ekki einvörðungu aðferðin. Aðferðin er nánast aukaatriði í samanburði við sjálfa einkavæðinguna. Og það sem er óhugnanlegt er að sama Alþingi sem nú rífst og skammast samþykkti nánast samhljóða einkavæðingu Íslandsbanka. Undantekningin var Flokkur fólksins. Á hann lof skilið.
Staðreyndin er sú að meinið er sú hugsun að einkavæðing fjármálastofnana sé eftirsóknarverð, að þeir sem kallaðir séu til ábyrgðar við einkavæðingu séu heppilegir hagsmunagæslumenn almennings. Svo er að aðsjálfsögðu ekki, fjarri lagi. Eftirfarandi slóð gef ég til að minna á hugmyndafræði einkavæðingarinnar, nefnilega að fá fjárfestingargammanna til liðs við okkur. Vogunarsjóðirnir sem áður rændu okkur munu núna veðja með okkur sagði þáverandi fjármálaráðherra árið 2016 þegar þjóðin var svipt Arion banka (áður Kaupþingi, áður Búnaðarbanka Íslands). Þetta sagði stofnandi Viðreisnar við mikinn fögnuð meirihluta Alþingis. Formaður Sjálfstæðisflokkisns var sama sinnis. Og nú virðast allir vera sama sinnis.
https://www.ogmundur.is/is/greinar/bjarni-og-benedikt-nokkrar-stadhaefingar-og-ein-spurning
Síðan er vert að minna á ábyrgðarleysi fjárfesta. Þegar Síminn var seldur vildum við mörg aðskilja grunnetið frá símafyrirtækinu. Það var ekki gert en svo búið um hnúta að aðskilnaður yrði í reynd. Svo seldi Síminn frá sér grunnnnetið en viti menn stjórnendur/eigendur Símans gátu ekki stillt sig um að kaupa svoldið sjálfir í grunnnetinu. Síðan var það selt til útlanda nú alveg nýlega eins og við þekkjum en eins og fyrri daginn lofuðu nýir eigendur að fara vel með eign sína – aftur DÉJÀ VU.
https://www.ogmundur.is/is/greinar/hvad-segja-eigendur-simans-um-skammarverdlaunin
Alltaf eru ferlin áþekk. Spurningin er sú hvort nýfrágengin afhending ríkiseignar til fjárfesta hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Ef svo er þá væri það fagnaðarefni. Því þá mun verða reist krafa á hendur Alþingi, öllum sem þar sitja, að hverfa frá þeirri stefnu að ræna almening eignum sínum! Það hlýtur að vera krafan