Fara í efni

PENINGAR Í PARADÍS

peningahausinn
peningahausinn

Grein með sama titli birti ég í Morgunblaðinu í árslok árið 2000 og er hana að finna hér á síðunni: https://www.ogmundur.is/is/greinar/peningar-i-paradis)

Tilefnið voru yfirlýsingar þáverandi bankastjóra Landsbankans um nauðsyn þess að eignamenn gætu leitað í skjól með auðævi sín, "sín stærri mál", einsog það var orðað.

Ábendingar mínar - sem þó margoft voru ítrekaðar -  vöktu lítinn áhuga.

Ungir sjálfstæðismenn héldu uppi hugsjónabaráttu sinni um að hjúpa skattskrár leynd og höfðu ekkert við leyndarhyggju auðmanna að að athuga: https://www.ogmundur.is/is/greinar/frjalshyggjan-kannist-vid-krogann-sinn

Síðan varð hrun af völdum þeirra sem leituðu í skjólin - ekki síst skattaskjólin.

Okkur bjóðast nú til kaups upplýsingar um skattundanskotin - sem á íslensku má einnig kalla þjófnaðinn.

Ríkisstjórnin virðist vera að taka afstöðu með sínum málstað, sínum mönnum. Þeir þurfa nú sem áður frið um "sín stærri mál."

Ríkisstjórn sem verndar þjófnað með þessum hætti á hins vegar engan frið skilið.