PENINGAR Í PARADÍS
Grein með sama titli birti ég í Morgunblaðinu í árslok árið 2000 og er hana að finna hér á síðunni: https://www.ogmundur.is/is/greinar/peningar-i-paradis)
Tilefnið voru yfirlýsingar þáverandi bankastjóra Landsbankans um nauðsyn þess að eignamenn gætu leitað í skjól með auðævi sín, "sín stærri mál", einsog það var orðað.
Ábendingar mínar - sem þó margoft voru ítrekaðar - vöktu lítinn áhuga.
Ungir sjálfstæðismenn héldu uppi hugsjónabaráttu sinni um að hjúpa skattskrár leynd og höfðu ekkert við leyndarhyggju auðmanna að að athuga: https://www.ogmundur.is/is/greinar/frjalshyggjan-kannist-vid-krogann-sinn
Síðan varð hrun af völdum þeirra sem leituðu í skjólin - ekki síst skattaskjólin.
Okkur bjóðast nú til kaups upplýsingar um skattundanskotin - sem á íslensku má einnig kalla þjófnaðinn.
Ríkisstjórnin virðist vera að taka afstöðu með sínum málstað, sínum mönnum. Þeir þurfa nú sem áður frið um "sín stærri mál."