RÁÐSTÖFUN FJÁRMUNA ER PÓLITÍSK
Skömmu eftir að jarðskjálftinn mikli í Suðaustur-Asíu olli hamfaraflóðbylgjunni sem leiddi til dauða og eyðileggingar í svo miklum mæli að annað eins þekkist varla í mannkynssögunni, ákvað ríkisstjórn Íslands að gefa 5 milljónir til styrktar fórnarlömbum flóðanna, upphæð sem var hækkuð í kjölfar gagnrýni VG. Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs kom nefnilega saman til fundar um sama leyti og hvatti til þess að framlag Íslendinga yrði að lágmarki 300 milljónir króna. Framganga ríkisstjórnarinnar þótti okkur í þingflokknum ámælisverð og kom það í minn hlut að setja gagnrýni okkar fram opinberlega.
Siðferðileg skylda segir VG
Í fréttum Ríkissjónvarpsins 30. desember sagði ég að framlag ríkisstjórnarinnar væri forkastanlega lágt og til skammar og færði eftirfarandi rök fyrir máli mínu : " Þetta eru einar mannskæðustu náttúruhörmungar mannkynssögunnar, í hlut eiga margar fátækustu þjóðir jarðarkringlunnar, okkur ber siðferðileg skylda til að leggja hönd á plóginn í hjálpar- og uppbyggingarstarfi og gera það á myndarlegan hátt … Það hefur ekki staðið á fjárframlögum frá núverandi ríkisstjórn þegar í hlut á NATO eða hjálpar- eða upphreinsunarstarf eftir h
Dapurlegt þegar ráðist er á NATÓ segir Davíð
Davíð Oddsson utanríkisráðherra brást hinn versti við þessum ummælum í hádegisfréttum Bylgjunnar og RÚV daginn eftir. Orðrétt sagði hann: "Peningalegt framlag af okkar hálfu mun nú ekki breyta öllu í þessu máli, þetta er svo ofboðslega stórt. En það eru margar aðgerðir sem við viljum taka þátt í en við munum ekki skipta sköpum í því efni.
Ekki verður Davíð Oddssyni að þeirri ósk sinni að ég biðjist afsökunar á ummælum mínum. Því fer reyndar fjarri. Vil ég
Fyrri athugsemdin lýtur að þeirri gagnrýni Davíðs Oddssonar að hjálp til bágstaddra vegna hamfaranna sé gerð "að pólitísku máli". Því er til að svara að neyðaraðstoð vegna hungurs, fátæktar, barnadauða og hamfara hefur verið til umræðu á pólitískum vettvangi um áratugaskeið. Oft hefur verið tekist harkalega á um upphæðir og ráðstöfun fjármuna. Fáir held ég að hafa dregið í efa að þá hafi verið tekist á um pólitíska forgangsröðun.
Þetta er reyndar nátengt síðari athugasemd minni en hún snýr að gagnrýni ráðherrans á að tengja þessa umræðu framlagi til NATÓ. Á Alþingi hefur, m.a. af minni hálfu, verið vakin athygli á því að framlag til þróunar- og alþjóðamála almennt, annars vegar, og h
Menn verða að horfast í augu við að þetta er pólitík hversu óþægileg sem mönnum finnst sú staðreynd vera. Þótt hörmungarnar vegna hamfaranna ógurlegu séu okkur öllum sýnilegar og augljósar og veki hluttekningu okkar allra þá skulum við ekki gleyma því að á hverjum einasta degi deyja yfir 30 þúsund börn úr vannæringu og hungri. Þar veldur pólitík.
Á kannski líka að biðjast afsökunar á að minnast á það? Þegar allt kemur til alls hljótum við að spyrja hver það yfirhöfuð er, sem á að biðjast afsökunar. Gæti verið að sá maður heiti Davíð Oddsson? Ég hallast helst að því.