Fara í efni

SIGUR RÉTTARKERFISINS

Arndís Soffía
Arndís Soffía


Þá er komin fram sýknukrafa af hálfu setts ríkissaksóknara  í svokölluðu Guðmundar- og Geirfinnssmáli. Þetta markar tímamót og er stórkostlegur áfangasigur í árlangri baráttu þeirra sem dæmd voru í málinu á sínum tíma. Ég vil ganga svo langt að segja að í þessari ákvörðun sé fólginn mikilvægur sigur réttarkerfisns. http://www.ruv.is/frett/ovenjulegt-ad-akaeruvaldid-krefjist-syknu
Þegar greint var frá því í febrúar í fyrra að endurupptökunefnd vildi að málið yrði tekið upp að nýju í Hæstarétti minnti ég á störf starfshópsins sem greiddi fyrir þessari atburðarás:
"Mikil hætta var á því að málið hefði dagað uppi ef ekki hefði verið sett á laggirnar starfsnefnd undir formennsku Arndísar Soffíu Sigurðardóttur sem hóf störf haustið 2011. Markmið með skipun nefndarinnar var að taka málið til gagngerrar athugunar og skoða það ofan í kjölinn í heild sinni. Með starfi nefndarinnar urðu að mínu mati í reynd straumhvörf í málinu. Nefndinni var veittur aðgangur að öllum gögnum málsins og skilaði vinna hennar miklum upplýsingum um rannsókn málsins sem nýttist í frekari vinnu.
Starfsnefndina skipuðu auk Arndísar, Haraldur Steinþórsson lögfræðingur og Jón Friðrik Sigurðsson sálfræðingur. Með starfshópnum starfaði Valgerður María Sigurðardóttir,starfsmaður innanríkisráðuneytis og þá naut starfshópurinn sérstakrar sérfræðiráðgjafar dr. Gísla H. Guðjónssonar réttarsálfræðings, en hann gaf einnig skýrslur fyrir endurupptökunefnd."
Í pistlinum þar sem þessa klausu er að finna greinir nánar frá sögu málsins í aðdraganda endurupptöku: https://www.ogmundur.is/is/greinar/thattaskil-i-gudmundar-og-geirfinnsmali