Fara í efni

1. MAÍ: BARÁTTUDAGUR FYRIR JÖFNUÐI

Fyrsti maí - 2
Fyrsti maí - 2

Sem betur fer hefur enn ekki tekist að færa 1. maí, alþjóðlegan baráttudag verkalýðsins, til þannig að hann henti inn í eitthvert frímynstur eins og tillaga hefur verið gerð um Alþingi.

!. maí er náttúrlega bara 1. maí og haldinn á 1. maí.

Þörf er á baráttumarkmiðum verkalýðshreyfingarinnar nú sem fyrr. En verkalýðshreyfingunni er um margt meiri vandi á höndum en áður þegar allar átakalínur voru skýrari. Sem stjórnendur lífeyrissjóða og þátttakendur atvinnurekendamegin í atvinnulífinu í gegnum þá sjóði, þarf hreyfingin að vera á tánum. Hún þarf líka að gæta sín á stofnanaveldinu, að ánetjast því ekki, fara ekki að finnast allra meina bót að fá stuðning við stofnanir hreyfingarinna en gleyma þeim sem raunverulega bera þessa hreyfingu uppi og hún á að þjóna, hinum almenna launamanni.

Verkalýðshreyfingin þarf að vera róttæk og herská í þágu almenns launafólks, í þágu jafnaðar og í þágu lýðræðis. Þessi dagur er til að minna á þá staðreynd.

Ég óska okkur öllum til hamingu með daginn!