10 ATHYGLISVERÐAR ATHUGASEMDIR STIGLITZ
07.09.2009
Joseph Stiglitz fór almennnt vel í Íslendinga. Það leyfi ég mér að fullyrða. "Hófasamur" og "í góðu jafnvægi" voru lýsingar sem ég heyrði frá fleiri en einum eftir Silfur Egils í gær. Sama var uppi á teningnum eftir opna fundi hans í dag í Háskóla Íslands og með þingmönnum og ríkisstjórn. Ég ætla að nefna tíu atriði sem fram komu hjá Stigliz og mér þóttu athyglisverð.
- 1) Aljþóðagjaldeyrissjóðurinn er mildur við Íslendinga samanborið við ýmis önnur lönd - enn sem komið er.
- 2) Ráðgjöf AGS sem slík er ekki eftirsóknarverð - enda sjóðurinn myndaður utan um hagsmuni lánadrottna - og því fyrr sem Íslendingar ná að stýra eigin málum á eigin forsendum þeim mun betra.
- 3) Hætt er við að AGS ráðleggi ykkur of brattan niðurskurð á innviðum samfélagsins.
- 4) Áhyggjur af ríkissjóðshalla og skuldastöðu má ekki þróast út í þráhyggju ("fetishism").
- 5) Af tveimur valkostum eru háir vextir verri kostur en gjaldeyrishöft. Háir vextir eru stórskaðlegir -"they kill the economy".
- 6) Áhrif af miklum (ónotuðum) gjaldeyrisforða eru ofmetin; að vitneskja um geymdan forða (sem ekki eigi að nota) styrki gjaldmiðil er orðum aukin ( "some truth in that, but not al lot"). Gjaldeyrisforði sem ætlun er að nota er á hinn bóginn einfaldlega fóður fyrir braskara, ("giving money to speculators....governments tend to loose money on feeding the sharks")
- 7) Það er ekki til neitt sem heitir erlend fjárfesting með stóru E - heldur bara góð eða slæm fjárfesting. Máli skiptir að fjárfesta þar sem möguleikar skapast á útflutningi.
- 8) Lífeyrissjóðir eiga að fjárfesta í samfélagslegum innviðum.
- 9) Enga leynilega samninga þar sem hið opinbera kemur nærri! Leynimakk samrýmist ekki lýðræði. Almenningur á rétt á ÖLLUM upplýsingum sem varða almannahag.
- 10) Það er í meira lagi vanhugsað að selja orkuna í hendur einkaaðilum til langs tíma nú þegar augljóst er að á næsta aldarfjóðrungi mun orkan margfaldast í verði!
Siðan mætti skrifa aðra tíu athyglisverða punkta um það sem Stiglitz segir um gjaldmiðilinn og styrk þess að hafa sjálfstæðan sveiflujafnandi gjaldmiðil!