100% RÉTT HJÁ VG
Góðan dag Ögmundur .
Já það heyrist hátt í Huginn Frey Þorsteinssyni og Sigurði Karli Kristjánssyni út af orðunum "Bankana úr landi". Hvergi hef ég séð í þingræðum Ögmundar né hjá öðrum VG um að engir bankar skuli starfa á Íslandi enda fáranlegt en hinsvegnar hafa þeir frá árinu 2005 varað við í ræðu og riti um útþenslu bankakerfisins og að rétt væri að skipta upp innlendri og erlendri bankastarfsemi. Ég held að menn hljóti að hafa misskilið þetta eitthvað en aðalatriðin sem VG vöruðu við hafa því miður komið fram 100% sem er óvanalegt hjá stjórnmálaflokki og ekki vinsælt hjá Sjálfstæðismönnum né Samfylkingunni nú í þessum ólgusjó. Mér var alltaf hugleikið afhverju Sjálfstæðismenn settu menntaðan dýralækni í embætti Fjármálaráðherra á meðan best menntaði maðurinn í peningastærðfræði Pétur Blöndal var hafður á hliðarlínunni. Getur það verið að þeir hafi ekki þorað að setja hann þar inn af ótta við að menn þyrftu allt í einu að fara að fjárlögum? Ríkisendurskoðun hefur sl.3 ár sent hverja skýrsluna á fætur annarri til Alþingis um tafarlausar úrbætur og áminningar til forstöðumanna ríkisstofnanna en Sjálfstæðisflokkurinn gerði ekki neitt í málinu.Eini ráðherrann sem hefur fylgt þessu stíft eftir er Björn Bjarnason Dómsmálaráðherra enda lögfræðingur og þótt fleiri slíkir séu í þingliði hans geta þeir ekki lesið úr skýrslum Ríkisendurskoðunnar á réttan hátt og farið eftir þeim.Það er alveg öruggt að landslag fjármála og pólitíkur á Íslandi mun taka stakkaskiptum eftir þessar hremmingar í fjármálaheiminum og athyglisvert að Forsætisráðherra hafi vikið einum mesta snillingi fjármála úr starfi sem ráðgjafa sýnum.Getur verið að hann hafi lagt til réttar en of róttækar breytingar í hagkerfinu? Reynt hefur verið með öllum meðölum að rýja Davíð Oddson seðlabankastjóra mannorði sínu en ég tek undir orð hans um að á síðari stigum hvítbókar mun hið rétta koma í ljós með smiðinn og bakarann því að almenningi er ekki kunnugt um bréfaskriftir og símtöl hans til ráðamenn þjóðarinnar sem eru trúnaðarmál. Einkabankastefna bankanna um að stofna útibú í skattaparadísum hefur varla verið fyrir erlenda aðila mun frekar fyrir innlenda og vonandi tekst að rekja slóðir subbuskapar í þeim geira. Þá rak ég augun í afar athyglisverðar upplýsingar í MBL um að enginn stjórnarmaður í HF félögum beri neina ábyrgð á fjármálagjörningum þessara fyrirtækja,með öðrum orðum þau öðlast sjálfstætt líf og setja afrit af sjálfu sér í stól bankamanna við undirritun skuldbindinga viðkomandi félaga. Það er kominn timi til að endurskoða lög um HF og EHF félög og menn taki ábyrgð á eigin gjörðum því betra er að hafa færri félög sem eiga fyrir skuldbindingum sínum heldur en skúffufyrirtæki sem stofnuð eru um tiltekna gjörninga og Davíð átti réttilega við en mátti ekki segja sem starfandi Seðlabankastjóri. Ég treysti á VG að koma skikk á stofnun og ábyrgð rekstrarfélaga í hvaða mynd sem þau eru og kennitöluflakki ljúki hér með.
Þór Gunnlaugsson