Fara í efni

200% SÖNNUNARBYRÐI!

Sæll Ögmundur: Mig langar til að þakka þér fyrir vel ígrundaða ákvörðun varðandi sölu Grímsstaða. Eva Joli var í þætti Egils Helgasonar á dögunum. Hún telur að þegar hafi átt að hafa verið ákært í hrunmálinu. Margir taka undir þessi sjónarmið. En lítum dálítið raunsætt á málið: Við skulum athuga það að Sjálfstæðisflokkurinn nánast "á" Hæstarétt. Mun það vera einsdæmi að æðsti dómstóll lýðræðisríkis skuli vera skipaður einhliða af einum stjórnmálaflokki. Slíkt hafa einræðisstjórnir komist upp með. Þegar hrunklíkan telur vera höggvið nálægt sér er Hæstarétti beitt til að gæta þess að þeir séu látnir óáréttir. Þeir munu óspart klaga til æðri réttar sé minnsti vafi um eitthvað. Hæstiréttur hefur á undanförnum árum gert auknar kröfur til sönnunarbyrðar og sönnun þarf helst að vera 200%! Það er von að ákærur gangi hægt enda á réttlætið allt undir því að Hæstiréttur Sjálfstæðisflokksins eyðileggi sem minnst af undirbúningi ákæranna.
Guðjón Jensson, Mosfellsbæ