Á AÐ VERA HAFIÐ YFIR FLOKKSPÓLITÍK
Sæll.
Ég vil bara styðja þig í þessari baráttu sem þú stendur í núna. Af skrifum þínum að dæma, hugsar þú fyrst og fremst um hag þjóðarinnar en ekki pólitíska stöðu. Það er alveg klárt mál að ef Icesave er samþykkt óbreytt þá er búið að hlekkja komandi kynslóðir í þrælavinnu. Bretar og Hollendingar fengu allt sitt og vel það, fram í þessum samningi. Þetta mál er svo stórt að það á að vera hafið yfir pólitík, líkt og þú segir. Það er bara barnaskapur að taka ákvörðun í svona risa máli út frá flokks pólitík. Ég styð þig heilshugar í baráttunni en tel að Steingrímur sé búinn að fara svo gegn öllu sem þið standið fyrir að það er ekki orð að marka manninn. Hvernig stendur á því að VG þarf alltaf að gefa eftir en Samfylking fær allt sitt fram. Ég trúi því ekki að Samfylking sprengi stjórnina þótt settir verði fyrirvarar. Jóhanna virðist bara hafa svo gaman af því að hóta stjórnarslitum, hún er bara að reyna hræða ykkur. Ekki láta endalaust eftir. Þið verðið að standa í lappirnar, þið munið hljóta mikla þökk fyrir þegar fram líða stundir. Það er komið að Samfylkingu að gefa eftir. Ekki samþykkja Icesave óbreytt, það verður að nást þverpólitísk samstaða um málið. Bretar og Hollendingar eru háðir ríkisábyrgð, því ef hún fæst ekki fá þeir bara þá peninga sem eru í tryggingasjóði sem er bara brot af upphæðinni. Svo allt bull um að þeir muni ekki vilja semja við okkur er bara áróður frá ESB mönnum. Það er hagur Breta og Hollendinga semja við okkur um borgun. Þeir munu koma aftur að borðinu ef semja þarf upp á nýtt. Samfylkingin virðist ætla nauðga þessu í gegnum þingið til að þóknast ESB. Það er klárt mál að ef það tekst verða þau fordæmt um ókomna tíð. En efnisatriði þess eiga vel heima á síðunni.
kv.
KF