Fara í efni

Á FLEYGFIFERÐ Á FL SPORINU

Sæll Ögmundur.
Ég vil þakka þér greinina um söluna á HS og er ánægður með viðbrögð lesendabréfanna líka. Sjálfur vil ég bæta við og spyrja hvaða greinarmun við eigum að gera milli þeirra fjárfestingafyrirtækja sem hafa komið að íslenska orkugeiranum síðustu ár við núverandi umgjörð viðskiptalífsins. Þá vísa ég til þess kerfis þar sem menn fjárfesta úr kommóðuskúffum og gegnum leppa. Hugleiðum þessa sögu: Fyrst er Ásgeir Margeirsson hjá OR og gætir hagsmuna skattgreiðenda sem starfsmaður opinbers fyrirtækis. Svo er sami maður kominn til Geysir Green og vill taka yfir verkefni OR í nafni fjárfesta. Hann er sá eini sem þekkir peninginn frá báðum hliðum í þeirri stöðu. Það þarf vart að rifja upp að GGE og FL-group vara sama skítabixið og þeir áttu líka dágóðan hlut í nokkrum stjórnmálamönnum, einkum þó þeim sem tengdust OR og ákvörðunum sem þar voru teknar. Var ekki Guðlaugur Þór stjórnarformaður OR og Steinunn Valdís borgarstjóri um þetta leyti? Svo fór GGE á hausinn og rann inn í bankann. Slíkt hefði getað stöðvað stóra planið ef menn hefðu ekki verið úrræðagóðir. Næst gerist það að Magma kemur óvænt til skjalanna og kaupir hlut Geysir Green. En hver stýrir síðan Magma? Það er þessi sami gaur sem vann með FL að því að fá forræði yfir verkefni OR. Í mínum huga erum við enn á fleygiferð á því spori sem FL-group markaði árið 2007. Það eru meira að segja sömu mennirnir við stjórnvölinn og við skilyrði þar sem mikið skortir á gagnsæði og trúverðugleika dettur manni í hug að þetta sé allt sama brallið undir nýju nafni.
Loftur