Fara í efni

Á SPARIFÖTUNUM Í HELGUVÍK...

Sæll félagi.
Er ekki merkilegt að viðskiptaráðherra skuli ekki vatni halda yfir orðum Jónasar Haralds um Evrópumálin í Silfri Egils í gær en nefna ekki einu orði hvað hann sagði um framtíð virkjana og stóriðjustefnunnar. Það væri fróðlegt að spyrja hann nánar út í þetta. Kanski hefur hann ekki heyrt þetta eða það sem líklegar er. Þetta hljómaði trúlega ekki vel fyrir þá sem stilltu sér upp í Helguvík forðum daga til að taka skóflustungu fyrir nýju álveri. Var hann ekki í spariförunum þar til að standa vörð um fagra Ísland?
kv.
EJ