Á VEGAGERÐIN AÐ HAFA LÖGREGLUVALD?
Góðan daginn. Halldór heiti ég og hef áhuga á að spyrja um skoðun yðar á frumvarpi samgönguráðherra, frumvarpi til laga um breytingu á umferðarlögum, nr. 50 frá 30. mars 1987, með síðari breytingum. Í 9.grein þess frumvarps er talað um að veita Vegagerðinni lögregluvald til að stöðva, rannsaka,og sekta bíla á þjóðvegum landsins. Ég hef sjálfur verið stöðvaður af þeim, þar sem ég ók vörubíl , og var sektaður fyrir að vera of þungur , og var ekki boðin lögregla eða að fá lögfræðing á staðinn. En á síðustu öld , var einn lýðræðislega kjörin leiðtogi Evrópulands sem gerði svipað , þ.e. er hann var kjörinn leiðtogi , þá veitti hann sínum flokksmönnum lögregluvald, sem þeir misnotuðu ( með hans heimild ) og það fór illa. Þessi leiðtogi hét Adolf Hitler, fyrrverandi kanslari Þýskalands. Ég tel að þessi lagagrein sé hættuleg, sakir þess hve litlar menntunarkröfur eru gerðar til vegagerðarmanna. Og einnig að þarna sé verið að gefa vald, og nota vigtar til að vigta bíla, sem eru ólöggiltar, og einnig það vald að kyrrsetja bíla hvar sem er. Mikil umræða hefur komið um þetta mál, í fjölmiðlum ( mbl og fleiri ) og einnig á síðu vörubílstjóra www.geirinn.is.
Og svo ég spyr í allri minni hógværð , hver er yðar skoðun á þessu .
Kveðja,
Halldór Sigurðsson
Mín skoðun á þessu er afdráttarlaust sú að lögregluvald á aðeins að fela löggæslustéttum og hef af þeim sökum lýst andstöðu við umrætt frumvarp. Ég er þér sammála að með lögregluvald á að fara mjög varlega.
Með kveðju,
Ögmundur