ÁBYRGÐ Á REKSTRI SPILAKASSA OG SPILAVÍTA SKRÁÐ Á NÖFN OG KENNITÖLUR
17.06.2020
Þar kom að því að þöggun á kröfum um að spilakössum og spilavítum verði lokað er mætt með því að færa ábyrgðina á nöfn og kennitölur þeirra sem stýra þeim samtökum og stofnunum sem hagnast á rekstri þessara vítisvéla sem sett hafa fjölda heimila í rúst og eyðilegt líf þúsunda einstaklinga.
Þetta er gert í heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu í dag. Þetta eru fullkomlega eðlileg og réttmæt viðbrögð Samtaka áhugafólks um spilafíkn eftir alla þá þöggun sem þau hafa þurft að sæta frá hendi þeirra sem bera ábyrgð á þessum rekstri.
Fróðlegt verður að fylgjast með viðbrögðunum.
Verður kannski áfram þagað?
Mér sýnist hins vegar á þessum galvösku samtökum að þau myndu ekki eiga hlutdeild í slíkri þögn og er það vel.