Fara í efni

AÐ GETA BYRJAÐ UPP Á NÝTT!

Mikið var og hafðu þökk fyrir!
Íslensku gjaldþrotalögin eru smánarblettur á lagasafni þjóðarinnar. Lögin gera einstaklingum ókleift að byrja upp á nýtt, einstaklingum sem til dæmis hafa vegna veikinda eða af ástæðum sem þeir réðu engu um, misst atvinnu sína, ævisparnað og fjárfestingar og sem (vegna glórulausrar peningastjórnar landsins) eiga oft minna í heimilum sínum en þeir skulda. Þessir einstaklingar losna aldrei undan skuldabyrðum sínum. Þessi skuldaþrældómur er þjóðarskömm. Hlutafélög í eigu fjárglæpamanna ganga frá milljarðaskuldum (þeim sem þeir ekki fá afskrifaðar í bönkunum) eins og ekkert sé og byrja næsta dag með nýja kennitölu, en venjulegt fólk fær aldrei tækifæri til að byrja upp á nýtt. Eina lausnin er að flýja úr landi - og Ísland er að tapa fjölda fólks úr landi vegna þessa óréttlætis. Ný stjórnarskrá á afdráttarlaust að tryggja rétt heiðarlegra einstaklinga til tækifæra til að byrja upp á nýtt án þess að þeir þurfi að lifa við ævilanga fordóma.
Íris Erlingsdóttir