Fara í efni

AÐ HRUNI KOMINN

Nú er Hannes Hólmsteinn loksins að Hruni kominn - og það á tíu ára afmælinu. Eftir allan komma áróðurinn hefur hann með glöggum hætti leitt okkur í allan sannleikann um að það voru ekki nýfrjálshyggjan, ekki íslensk stjórnvöld og því síður nýríkir íslenskir kapítalistar sem leiddu hörmungarnar yfir okkur haustið 2008. Nei, það voru útlendingar með George Best forsætisráðherra Bretlands í fararbroddi. Og þannig hefur saga eyþjóðarinnar í norðri löngum verið. Við munum jú öll eftir maðkaða mjölinu sem danskir einokunarkaupmenn trakteruðu okkur á hér forðum tíð. Takk Hannes fyrir skýrsluna. Það gat ekki verið öðruvísi í pottinn búið en útlendingar hefðu dregið okkur niður í svaðið haustið 2008 - eins og jafnan áður. Þess vegna einmitt bar brýna nauðsyn til að hafa skýrsluna á ensku sem ég er reyndar ólæs á; enda hvaða máli skiptir það. Ég kom þarna hvergi nærri.
Fannar Freyr