Fara í efni

AÐ STANDA SÍNA VAKT

Sæll og blessaður Ögmundur.
Ég get ekki orða bundist vegna ásóknar og ófyrirleitni Kínverjans Huangs Nubos í Grímsstaði á Fjöllum.  Við vitum að maðurinn er „fyrrverandi" meðlimur í Kínverska Kommúnistaflokksins sem er ekki Íslendingum beinlínis frýnilegur, jafnvel þó fólk telji sig einhverskonar kommúnista, og flestir efa ekki samskipti og samvinnu hans við stjórnvöld Kína og mundi ekki gera neitt nema með þeirra leyfi og hvatningum. 
Ögmundur, þetta eru bara blákaldar staðreyndir. Þeir Íslendngar sem eru með Huang Nubo í þessu samsæri gagnvart Íslensku þjóðinni, eru sannarlega ískyggilegt fólk, ef ekki argasta landráðapakk með vonir um peningagróða. Ég las einhverstaðar að einn þessara manna væri eiginmaður Ingibjargar Sólrúnar ráðherra Samfylkingarinnar og samstarfsmaður Geirs Haarde, lærisveins Davíðs Oddssonar, f.v.forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, sem er jú dæmdur vandræðamaður og pólitískur afglapi, þó það hafi ekki verið þér að skapi Ögmundur.  En þjóðin vill að pólitískir afglapar fái að kenna á því að haga sér ekki eins og heiðvirðir Íslendingar í þágu íslensku þjóðarinnar, sem kýs þá í fín störf á Alþingi og greiðir laun þeirra. 
Svo við snúum okkur aftur að þessum endemis Huang Nubo frá Kína sem ætlar nú að leigja Grímsstaði á Fjöllum fyrst hann fékk þá ekki keypta vegna afskipta háttvirts Innanríkisráðherra.
Ögmundur, það er búið að banna að selja útlendingum landsvæði á Íslandi, þar með Kínverjanum, svo málið ætti að vera út úr heiminum, en svo er þó ekki og er það því í þínum verkahring að tryggja að svo verði.
Stjórnarskráin verður að tryggja og stranglega banna að nokkuð Íslenskt land sé selt útlendingum hvort sem útlendingurinn sé innan eða utan EES / Schengen svæðisins. Einnig bannar stjórnarskráin að veita erlendum ríkjum afskipti af fullveldi Íslenska lýðveldisins!  Við verðum að skilja þetta og tryggja!!! Það á ekki að þurfa að staglast á þessu endalaust!!!
Ögmundur, þessi Huang Nubo hefur hvergi sýnt né sannað að hann hafi umsvif utan Kína, af einhverju viti, sem gefa til kynna að hann geti fjárfest á Íslandi, en ef kínversk stjórnvöld eru að baki honum, jú þá geta þeir gert aðstöðu sína öfluga og hættulega á Íslandi og tekið landið yfir á stuttum tíma.
Svo eru það smá atriðin sem flækjast fyrir og verða stór ef þau fá að þróast. Til dæmis, hverjir munu ábyrgjast að Íslenskum lögum og reglum verði framfylgt í byggð Kínverjans á Íslandi. Hvaða skatta og gjöld munu fara til íslenska ríkisins?  Hver mun kosta flugumsjónina, tollgæsluna, vegagerðina og löggæsluna? Hvernig verður heilsugæslu og sjúkrahúsum háttað gagnvert Kínverjunum? Á hvaða forsendum munu Kínverjarnir sem koma til Huangs Nubos borgar á norður Íslandi, fá aðkomuleyfi, þá í hvað langan tíma. Huang Nubo segist ætla að byggja fínar villur og annað meðfylgjandi sem hann mun síðan leigja og selja Kínverjum.  Mundi hann virkilega hafa leyfi til þess?  Hvað með Kínverja sem vilja ílengjast á Íslandi sem eignamen eftir að hafa keypt hús af Huang?  Eru hin Kínversku börn sem fæðast á Íslandi sjálfkrafa Íslenskir ríkisborgarar?   Getur fólk virkilega ekki gert sér í hugarlund hverskonar geysileg vandamál munu skapast á nær öllum sviðum ef þetta yrði að einhverskonar veruleika. 
Höfum við Íslendingar ekki nóg af þjóðfélagsvandamálum til að glíma við, þó við förum ekki að flytja þau inn frá Kína? 
Og svo Ögmundur, hvað með drauminn að breyta allri eign lands, vatns, og náttúruauðæfa Íslands úr eignarétti í afnotarétt???  
Ögmundur, ég skora á þig að ganga á fund Forseta Íslands og fara frammá að það verði bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla um veru íslensku þjóðarinnar í EES og Schengen. Það er ekki hægt að láta pólitíska þrjóta komast upp með að svíkja íslensku þjóðina inní þessar stofnannir og skerða þar með sjálfstæði Íslensku þjóðarinnar stórkostlega um ókomna framtíð. Síðan vildi ég persónulega að viðkomandi landráðaafglapar yrðu kærðir og dregnir fyrir dómstóla.
Vertu einnig hárviss góði Ögmundur, að það fer ekki framhjá nokkrum manni að íslenskir pólitíkusar séu á bakvið sköpun útlendingavandamálsins, sem sé, innflutning allskonar óþjóðarlýðs til Íslands til að sitja uppá þjóðinni á kostnað mergsoginna íslenskra skattgreiðenda.  Það er þegjandi bann að kalla vandamálið útlendingavandamál, en það er það sem það er.  Stór vandamálið sem hefur skapað „cottage" iðnað fyrir Íslendinga til að stjana í kringum þennan útlenda lýð. Þessir Íslendingar eru því komnir á opinberar jötur sem Íslenskir skattgreiðendur borga dýrum dómi. Hér eru núverandi stjórnvöld búin að skapa sér drjúgan brunn atkvæða, en dýpsti brunnurinn eru þó útlendingarnir sjálfir sem núverandi pólitíkusar ætla sér að dæla upp, því ekki eru mörg atkvæðin sem þeir eiga meðal almennings íslensku þjóðarinnar, þar sem að áætlað er að núverandi stjórnvöld hafi innanvið 10% kjósenda að baki sér.
Ögmundur, útlitið fyrir þjóð vora er ekki gott og mér finnst einhvernvegin þú ekki eiga heima í þessari mjög-svo óvinsælu ríkisstjórn, þó þér hafi verið úthlutað gott „job", sem Innanríkisráðherra! 
Ögmundur, finnst þér þú hafa þjónað íslensku þjóðinni sem greiðir laun þín, vel og drengilega?
Hefur glæpamennska, fíknilyfjavandamálið, mannsal, þjófnaðir og ofbeldis árásir t.d. minkað á þinni vakt?  
Er þér skiljanlegt að þér ber fyrst og fremst og eingöngu að þjóna hagsmunum íslensku þjóðarinnar, sem alþingismaður og ráðherra íslensku þjóðarinnar. Sem réði þig, treystir þér og greiðir laun þín?
Kveðja,
Helgi 

Það er þín og annarra að dæma hvernig ég hafi staðið mína vakt. En það máttu vita að það reyni ég að gera eins vel og ég framast get.
Kveðja,
Ögmundur