AÐ TALA FYRIR MÁLSTAÐ ÍSLANDS
Það er merkilegt að heyra þá sem hvorki komu upp stunu né hósta, þegar mikið lá við að skýra út eðli Icesave deilunnar erlendis, fara hamförum gegn forseta Íslands, vegna ummæla hans um að rétt sé að vera viðbúinn Kötlugosi, í fyrirsjáanlegri framtíð. Ferðaiðnaðurinn á Íslandi er sterkur og vaxandi, og meðal mikilvægra stuðningsmanna er einmitt forseti Íslands, sem lætur ekkert færi ónotað til að tala fyrir Ísland. Ef menn eru í alvöru að rífast um það hvort minnast megi á líkurnar á Kötlugosi, þá er þar á ferðinni móðursýki á háu stigi, og lyktar sú umræða af pólitík.Fleiri heyra um Ísland, meðal annars vegna dugnaðar forseta Íslands og mætti ferðaiðnaðurinn hafa það í huga. Eins og hitt að: Ferðmenn, sem koma til Íslands, koma vegna þess hvernig landið er, en ekki þrátt fyrir það.
mkv
Hreinn K