Æ...
08.08.2013
Ég verð ekki dapur við það eitt að taka á móti skýrslum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hverju sinni. Ein slík var nú að berast. Þarna er allt á sínum stað: Varðveita beri innviði fjármálakerfisins og standa vörð um eignarréttinn. Og síðan skera áfram niður.Það er frekar að ég verði dapur við viðtökurnar, gagnrýnisleysi fjölmiðla, jafnvel aðdáun og hrifningu, að vísu merkjanlega nokkuð sljóa til augnanna - þegar fjölmiðlamenn taka sem hrós yfirlýsingar AGS um hve leiðitamir Íslendingar hafi verið gagnvart Sjóðnum.
Og vinstrikantur stjórnmálanna bloggar sveittur af hrifningu. Þetta þykir mér dapurlegast.
Það er eitthvað mikið að.
Nú varar AGS við því að fjármálakerfið færi niður skuldir. Það gerði Sjóðurin illu heilli allan tímann sem hann var hér sem sjálfboðinn gestur, og þegar famlengd var frysting á uppboðum heimila, kom skýrt fram að Sjóðurinn væri óánægður. Þess vegna kallaði ég AGS heimslögreglu kapítalsins. Það var réttnefni.
Nú fagnar AGS niðurskurðarnefnd ríkisstjórnarinnar. Hún eigi áfram að skera niður! Aldrei heyrði ég Sjóðinn spyrja út í hag sjúklinga, öryrkja, láglaunafólks. ALDREI.
Ég man eftir því að taka á móti fulltrúum Sjóðsins í aðdraganda Hrunsins. Þá var ég formaður BSRB. Það var ég sem bað um samræðufund með fulltrúum AGS; þótti eðlilegt að fulltrúi opinberra starfsmanna kæmi þar að máli. Áður höfðu fulltrúar AGS hitt ASÍ og SA. Sá fundur var að frumkvæði AGS.
Á fundi mínum með AGS í aðdraganda Hruns fékk ég að hlusta á aðdáun. Allt þótti gott á Íslandi. Helst að við hefðum ekki einkavætt nóg. Sérstaklega í húsnæðiskerfinu. Ég man ekki hvort fulltrúar AGS nefndu heilbrigðiskerfið. Kannski var það bara OECD sem það gerði. Ég talaði líka á þessum fundi. Ég man að þau brostu við mér. Álíka hlýlega og múrveggur gerir. Kannski voru þau bara þreytt eftir Gullna hringinn.
Þegar ég heyri þessa tóna frá AGS að nýju og verð að nýju vitni að hnébeygju „vinstra-bloggsins" þá segi ég bara: Æ.
Og vinstrikantur stjórnmálanna bloggar sveittur af hrifningu. Þetta þykir mér dapurlegast.
Það er eitthvað mikið að.
Nú varar AGS við því að fjármálakerfið færi niður skuldir. Það gerði Sjóðurin illu heilli allan tímann sem hann var hér sem sjálfboðinn gestur, og þegar famlengd var frysting á uppboðum heimila, kom skýrt fram að Sjóðurinn væri óánægður. Þess vegna kallaði ég AGS heimslögreglu kapítalsins. Það var réttnefni.
Nú fagnar AGS niðurskurðarnefnd ríkisstjórnarinnar. Hún eigi áfram að skera niður! Aldrei heyrði ég Sjóðinn spyrja út í hag sjúklinga, öryrkja, láglaunafólks. ALDREI.
Ég man eftir því að taka á móti fulltrúum Sjóðsins í aðdraganda Hrunsins. Þá var ég formaður BSRB. Það var ég sem bað um samræðufund með fulltrúum AGS; þótti eðlilegt að fulltrúi opinberra starfsmanna kæmi þar að máli. Áður höfðu fulltrúar AGS hitt ASÍ og SA. Sá fundur var að frumkvæði AGS.
Á fundi mínum með AGS í aðdraganda Hruns fékk ég að hlusta á aðdáun. Allt þótti gott á Íslandi. Helst að við hefðum ekki einkavætt nóg. Sérstaklega í húsnæðiskerfinu. Ég man ekki hvort fulltrúar AGS nefndu heilbrigðiskerfið. Kannski var það bara OECD sem það gerði. Ég talaði líka á þessum fundi. Ég man að þau brostu við mér. Álíka hlýlega og múrveggur gerir. Kannski voru þau bara þreytt eftir Gullna hringinn.
Þegar ég heyri þessa tóna frá AGS að nýju og verð að nýju vitni að hnébeygju „vinstra-bloggsins" þá segi ég bara: Æ.