Fara í efni

ÆTLA ÍSLENDINGAR AÐ STYÐJA OFBELDIÐ GEGN PALESTÍNUMÖNNUM?

Ísraelsk stjórnvöld hafa eina ferðina enn tekið Palestínumenn kverkataki. Nú halda Ísraelar eftir skatt- og tollatekjum sem þeir innheimta fyrir hönd palestínskra stjórnvalda. Sú staðreynd að það skuli vera Ísraelar sem annast innheimtu skatta í Palestínu endurspeglar hvílík nýlendutök ísraelska hernámsliðið hefur á hinni undirokuðu þjóð. Þegar pólitísk nauðsyn er talin krefja er hert á kverkatakinu og fjárstreymið til palestínskra yfirvalda stöðvað. Bæði Bandaríkin og Evrópusambandið taka þátt í ofbeldinu því báðir þessir risar hafa fallist á að stöðva fjárstreymi til Palestínu nema réttkjörin stjórn Palestínumanna fallist á afarkosti. Þegar berast neyðarköll frá sjúkrahúsum sem rekin eru fyrir opinbert fé. Ég fékk í dag fréttir af slíkum sjúkrahúsum, einu sem sérhæfir sig í lækningum nýrnasjúkra. Þetta segir sig sjálft, engir peningar, engin lyfjakaup, engin aðhlynning og engin lækning!

Fátt kemur á óvart þegar ofbeldi Ísraela gagnvart Palestínumönnum er annars vegar. Sama gildir um núverandi Bandaríkjastjórn, sem er eins yfirgangssöm og ofbeldissinnuð og hugsast getur. Hlutskipti Evrópusambandsins er dapurlegt, taglhnýtingur Ísraels og haukanna í Washington.

Bandaríkin og Evrópusambandið taka þátt í nýjustu mannréttindabrotunum gegn palestínsku þjóðinni; hóprefsingu fyrir að kjósa yfir sig stjórn sem er ekki Ísrael og Bandaríkjastjórn að skapi. Hamas, sigurvegarar nýafstaðinna þingkosninga, voru þau samtök sem lengi vel héldu á loft hugmyndinni um sameinað ríki Palestínu; ríki sem héldi regnhlíf yfir bæði Ísraelum og Palestínumönnum. Frá þessari kröfu hefur Hamas horfið og viðurkennir nú í reynd landamærin frá 1967 í samræmi við yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, nokkuð sem Ísrael gerir ekki! Í meira en ár hafa Hamas-samtökin haldið vopnahlé og í reynd viðurkenna þau Osló samkomulagið. Þá má geta þess að 75% af kjósendum Hamas vilja, samkvæmt skoðanakönnunum, friðsamlega sambúð við Ísrael.

Ismail Haniya, leiðtogi Hamas segist vilja frið. Þann mann eigum við að taka trúanlegan. Þann mann verður að taka trúanlegan. Það gerðu Palestínumenn í nýafstöðnum kosningum. Horfum í eigin barm. Hvernig værum við stemmd ef hvað eftir annað hefði verið ráðist á heimili okkar með eldflaugaárásum; sonur okkar myrtur og eiginkona lömuð. Við hefðum síðan orðið sigurvegarar í frjálsum kosningum þar sem þátttaka var 77% við eins erfiðar aðstæður og hugsast getur. Að kosningum loknum hefði okkur verið meinað að sækja þingfund – allt þetta af erlendu hernámsliði, sem segði að ófært væri að ræða við okkur því við neituðum að afvopnast! Nákvæmlega þetta er hlutskipti leiðtoga Hamas, Ismail Haniya.

Í rauninni er stórmerkilegt að slíkur maður skuli yfirleitt halda andlegri ró sinni. Nú um stundir virðist ekki við Hamas og  Ismail Haniya að sakast vegna ofbeldis. Nær væri  að spyrja ísraelsk stjórnvöld hvers vegna þau láti ekki af ofbeldinu?

En hvað með lýðræðið, á það bara við þegar niðurstaðan er stjórnendum heimsins í hag? Bandaríkjastjórn verður nú tíðrætt um Venezuela Í Suður-Ameríku. Þar sé ekki nægileg virðing borin fyrir lýðræðinu (les: bandarískum hagsmunum)! Auðvitað væri þetta ekkert annað en hlægilegt ef málið væri ekki grafalvarlegt. Það er alvarlegt fyrir Íslendinga að horfa upp á fasismann og ofbeldið, sem Bandaríkin, þetta svokallaða bandalagsríki okkar, beitir alla þá sem ekki leggjast í duftið. Ekki batnar það þegar haft er í huga að ríkisstjórn Íslands lítur á stjórnarherrana í Washington sem alveg sérstaka bandamenn Íslands sem eftirsóknarvert sé að verji okkur fyrir öllu illu!

En hvað ætlar ríkisstjórn Íslands að gera; horfa aðgerðalaus upp á ofbeldið og niðurlæginguna – það er að segja í Brussel og Washington – eða er kominn tími til að reka af sér slyðruorðið og rísa upp til varnar mannréttindum? Því miður óttast ég að sú ríkisstjórn sem nú situr muni aldrei hafa sig upp af hnjánum. Hún mun kvaka áfram um lýðræði og mikilvægi þess að standa vörð um vestræn gildi á sama tíma og þau eru fótum troðin.

Það bíður sagnfræðinga framtíðarinnar að sýna okkur hve aumur hlutur Bandaríkjastjórnar og flygiríkja þeirra, þar á meðal Íslands, hafi verið á fyrstu árum 21. aldarinnar. En það mun vonandi fylgja sögunni að árið 2007 hafi orðið þáttaskil. Eftir það hafi Íslendingar komið fram á alþjóðavettvangi af meiri reisn. Það hafi hins vegar ekki gerst fyrr en eftir stjórnarskipti á Íslandi í kjölfar alþingiskosninga það ár.

Margar áhugaverðar greinar birtast þessa dagana um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Ég læt hér að neðan fylgja nýlega grein eftir ísraelska friðarsinnann, Gilu Svirsky. Þessa konu hitti ég að máli þegar ég heimsótti Ísrael í byrjun árs 2005. Gila hafði mikla trú á framtíðinni einsog oft vill verða með fólk sem hugsar stórt, býr yfir óþrjótandi baráttuþreki og heitu hjarta.(Sjá HÉR).

Hamas and Us
Gila Svirsky

1) Who’s to blame?

Listening to the reactions of passersby at the recent Jerusalem vigil of Women in Black, you would think it was our peaceful little group that put the Hamas into power.  This stems from Israeli right-wing politicians who are asserting that Hamas won because of the Gaza withdrawal and other conciliatory overtures, i.e., “rewarding terrorism”.  Indeed, Bibi Netanyahu & co. are delighted with the Hamas victory, on which they can now build a fear-saturated election campaign, and return voters to the fold who lately had slipped into something more moderate.
But here’s my take on what made Hamas victorious in the recent elections:  Israel’s failure to sit down and negotiate an end to the occupation.  This is often phrased as “the failure of Fatah to make progress on peace”, but they amount to the same thing:  the Fatah failed because Israel refused to offer any reward for moderation, refusing to sit down and negotiate with them.
And what about the corruption claim – that voting for Hamas was also a vote against the corruption of the Fatah politicians?  This may have played a role for some voters, but since when does corruption bring down a politician?  Certainly not in Israel, where Sharon’s corruption has been an open book, but forgiven by those who support his politics.  Corruption is tolerated when approval ratings are high in other respects.  The corruption of the previous Palestinian government would have been overlooked, had the politicians only managed to show some progress on ending the occupation.

2) When terrorists become politicians

I remember standing on the balcony of my home in Jerusalem on a lovely May morning of 1977 and gasping when I heard who had won the Israeli election: Menahem Begin, former head of a Jewish terrorist organization that had killed 91 civilians by bombing the King David Hotel in 1946.  And then it was Begin who returned the Sinai Peninsula and negotiated peace with Egypt.  In 2001, Israel elected Ariel Sharon, responsible for blood-soaked episodes in Qibiya, Beirut, Gaza, Sabra and Shatila, and more.  And then it was Sharon who returned Gaza – imperfect, but a singularly important precedent.
I condemn terrorism, whether ‘rogue’ or state sanctioned, and I would never have voted for Hamas (or Begin or Sharon).  But who is better positioned than Hamas to reach a compromise peace agreement?  We have the mirror image of Israel in the Palestinian election:  Just as the Israeli right (Begin and Sharon) could more easily make concessions than Yitzhak Rabin, who had to fight our right wing all the way, so too the Hamas can mobilize more support for concessions than the more moderate Fatah could now undertake.

3)  About creeping fundamentalism

Yes, I am worried about Hamas rule, particularly its domestic agenda in Palestine:  I worry about women, non-Muslims, journalists, gays, people in the arts, and all those who benefit from the open society.  To what extent will the Hamas increase the role of Shari’a (Muslim) law in civilian life?  Or religious education in the schools?  On the other hand, it’s quite evident that Palestinians have experienced democracy and will not easily tolerate a closing of their society.
I take heart from this week’s survey of the Palestinian population, published in the Palestinian Authority’s Al-Hayat Al-Jadeeda and reported in the Jerusalem Post*:  
84% of Palestinians support a peace deal with Israel.  In case you wondered if this includes the Hamas, 75% of Hamas voters are opposed to calls for the destruction of Israel.  The Hamas knows that seculars comprise a large portion of their constituency.

 4) And who benefits from ending foreign aid?

So along come American and Israeli politicians advocating for a policy that would isolate and punish the Palestinians by withholding financial aid.  Everyone knows this would destabilize the fragile economy, harm the innocent (but not the politicians), and foster increasing bitterness against the secular west.  A much more reasonable approach would be to extend support and see how responsibly Hamas uses it.  Or does someone have an interest in sowing chaos in the Palestinian territories?
Yes, I too would like to demand a renunciation of terrorism and violence as a precondition for talking …I’d like to demand it from both sides.  But realistically this has to be done as part of the negotiations.
Gila Svirsky
Jerusalem

* http://www.jpost.com/servlet/Satellite?cid=1138622512446&pagename=JPost%2FJPArticle%2FShowFull