Fara í efni

ÆTLUM VIÐ AÐ BORGA NEFSKATT FYRIR ÁRÓÐUR RÍKIS-STJÓRNARINNAR?

Ég var að lesa viðtalið við þig á Smugunni og er ég þér sammála um margt. Sérstaklega staðnæmdist ég við það sem þú segir um RÚV ohf. þar er þörf á gagngerum breytingum. Einsog þú Ögmundur varð ég hugsi þegar formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins voru skyndilega mætt í laugardagsþátt Hallgríms Thorsteinsson og sátu þar fyrir svörum, eða svo vitnað sé í viðtalið: "Ég spyr núna og vísa í dæmi frá í helginni, þegar formaður og varaformaður Sjálfstæðsflokksins mæta í klukkutíma þátt til að svara fyrir stefnu flokksins. Er þetta skipun frá handhafa  hlutabréfsins í Rúv ohf, sem einmitt er varaformaðurinn? Hér getum við ekki krafist svara, ohf-ið svarar eins og því sýnist." (http://smugan.is/skyringar/vidtol/nr/295  )
En ég spyr, ætlum við að borga nefskatt til stofnunar sem hagar sér svona? Nefskatturinn á að koma um áramótin ef ég man rétt.
Sunna Sara