AF HONUM MÁ MARGT LÆRA
Í Mannlífi sem kom inn um bréfalúguna fyrir helgina var forsíðuviðtalið við Harald Þorleifsson sem greinilega er um margt óvenjulegur maður:
Hann er tölvusjéní.
Honum hefur tekist á fimm árum að byggja upp tölvufyrirtæki með 65 starfsmönnum og starfsstöðvum í þremur borgum vestan hafs og austan – og enn vex starfsemin.
Hann hefur átt við alvarlegan hrörnunarsjúkdóm að stríða án þess að láta bugast.
Hann hefur sigrast á alkóhólisma.
Hann hefur tekist á við þunglyndi og haft betur.
Hann talar án yfirlætis og af æðruleysi – þrátt fyrir að búa við mikla velgengni og mikið andstreymi í senn.
Af þessum sigurvegara í lífinu má margt gott læra og á Mannlíf þökk skilið fyrir þetta viðtal.
https://www.mannlif.is/folk/vidtol/modurmissirinn-hefur-markad-lif-haraldar-eg-byrgdi-thetta-bara-allt-saman-inni/
Sjá einnig umgfjöllun og viðtal við Harald í mbl.is: https://www.mbl.is/vidskipti/ff2019/fyrirtaeki/2865/