AF HVERJU BORÐA FORYSTUMENN FRAMSÓKNAR TINDABIKKJU?
Spakur maður sagði forðum að maðurinn lifði ekki á orðum sínum einum saman þótt vissulega þyrfti hann stundum að borða þau. Þetta á einkar vel við forystumenn Framsóknarflokksins þessa dagana og reyndar gott betur. Þeir hafa ekki við að éta ofan í sig alls kyns yfirlýsingar út og suður – vambirnar eru bókstaflega útkýldar. Nýjasta dæmið hér um er Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra og snýst um nokkurra daga gamla yfirlýsingu hennar um einkavæðingu Landsvirkjunar. Hún kannast varla við orð sín lengur og reynir án afláts að éta ofan í sig einkavæðingar-óþverrann. Þessi viðleitni Valgerðar væri auðvitað afar virðingarverð ef hún héldi draslinu niðri. En reynslan segir okkur að það mun hún ekki
Þjóðólfur