Af hverju þessi þögn um kjölfestu allra landsmanna?
Sæll Ögmundur
Í ágætri grein í Fréttablaðinu 7. desember skýrir þú hvernig ríkisstjórninni tekst að sýna fram á stórkostlegan rekstrarafgang ríkissjóðs með bókhaldsbrellum á grundvelli yfirstandandi rýmingarsölu á eignum þjóðarinnar. Auralausum framsóknarmönnum er færður Búnaðarbankinn á silfurfati. Samsonarnir fengu Landsbankann en þeir voru ekki tómhentir enda búnir að
Með bestu kveðju, Björn Ólafsson
Heill og sæll Björn.
Auðvitað er rétt hjá þér að Samson-hópurinn hefur ekki fengið þá athygli sem hann verðskuldar. Fjölmiðlar virðast svolítið dofnir gagnvart þessum nýju eigendum bankakerfisins á Íslandi. Auðvitað eru margir fréttamenn og fjölmiðlamenn ágætir og láta gott af sér leiða. Hins vegar þykir mér vera þörf á því að íslenskir fjölmiðlar færu í sjálfsstyrkingu. Þegar kemur að málum af þessu tagi koðna þeir niður.
En sá hópur sem ég furða mig mest á að skuli þegja eru frjálshyggjumennirnir í Sjálfstæðisflokknum. Hvers vegna láta þeir það viðgangast að makkað sé með þessar eignir þjóðarinnar; búnir til kjölfestufjárfestar sem svo eiga að heita til þess eins að stjórnarflokkarnir geti samið um skiptin. Fyrst menn á annað borð vildu selja þessar þjóðareignir, hvers vegna í ósköpunum kröfðust einlægir markaðssinnar þess ekki að bankarnir væru seldir á opnum markaði? Hvers vegna þetta makk? Eru ekki til hægri menn með samvisku eða er þetta hræðsla við valdið, undirgefni, hvað skýrir þögn þeirra?
Kveðja, Ögmundur