ÁFENGISNEYSLA FÆRIST Í AUKANA
20.03.2020
Í sóttkví og sídrykkju detta
sem leiðindin vonandi létta
vinna nú heima
láta sig dreyma
og duglega þar í sig skvetta
Ógnar ástand orðið er
öllum líður illa
Veiru fjandinn virðist mér
veröldinni spilla.
Nú er létt að taka lán
Nú lægri vexti sjáum
Nú blasir við bankarán
Nú bölvað vesen fáum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.