ÁFRAM SÉRRÉTTINDI ÞINGMANNA OG „ÆÐSTU" EMBÆTTISMANNA
22.12.2008
Einhver mesti loddaraleikur á Alþingi fyrr og síðar hefur verið viðhafður af hálfu Samfylkingarinnar að undanförnu um eftirlaunalögin svonefndu sem kveða á um sérréttindi þingmanna, ráðherra og „æðstu" embættismanna. Á lögunum er nú verið að gera breytingar án þess þó að sérréttindin séu afnumin. Engu að síður sagði formaður Samfylkingarinnar við atkvæðagreiðslu í morgun að verið væri að afnema lögin! Og að allt væri það Samfylkingunni að þakka!
Við þá sem vilja vita hið sanna í þessu máli bendi ég á að kynna sér umræður um málið frá því þær hófust sl. föstudag.
Hér er nafnakall um fyrstu breytingartillögu við frumvarpið þar sem kostur gafst á að samþykkja að þingmenn, ráðherrar og „æðstu" embættismenn færu í almenna A-deild LSR: http://www.althingi.is/dba-bin/atkvgr.pl?nnafnak=40125
Hér eru umræður um málið.
1. Umræða: http://www.althingi.is/altext/136/12/l18215727.sgml
2. Umræða: http://www.althingi.is/altext/136/12/l20103218.sgml
og http://www.althingi.is/altext/136/12/l20140917.sgml
Akvæðagreiðsla og atkvæðaskýringar eftir 2. umræðu: http://www.althingi.is/altext/136/12/l22094746.sgml
3. Umræða: http://www.althingi.is/altext/136/12/l22172853.sgml
Atkvæðagreiðsla eftir 3. umræðu http://www.althingi.is/dba-bin/nafnak.pl?btim=2008-12-22+18:21:09&etim=2008-12-22+18:21:53&timi=18:21-18:21