AFSTAÐA ÍSLANDS VERÐI AFDRÁTTARLAUS
Fréttir herma að Rússar hafi skotið skotið eldflaug á Pólland. Bandarískur (!) embættismaður staðfestir að tveir Pólverjar hafi látist í árásinni. Pentogon í Washington segist vera að rannsaka málið. Neyðarfundur í NATÓ í uppsiglingu væntanlega að ræða hvað gera skuli á grundvelli samþykkta hernaðarbandalagsins: Árás á eitt jafngildi árás á önnur NATÓ ríki.
Íslenska utanríkisráðuneytið sagt vera í viðbragðsstöðu.Til að gera hvað?
Á þessari stundu er bara eitt að gera og það er að segja: NEI. Það þarf að segja NEI þegar í stað.
Ísland verður að segja að ekki undir neinum kringumstæðum verði veitt samþykki við hernaðaraðgerðum af hálfu NATÓ.
Auðvitað er öllum ljóst að NATÓ er á kafi í þessu stríði en það er þó munur á óbeinni þátttöku og opnu stríði við Rússland. Munurinn gæti veri kjarnorkustríð.