Fara í efni

ÁHUGAVERT MÁLÞING

Á milli klukkan tvö og fjögur, fimmtudaginn 12. september, fer fram í Eddu,húsi íslenskunnar, áhugavert málþing um jafnrétti í heilbrigðisþjónustunni. Sænskir fræðimenn rýna í afleiðingar marksðvæðingar sænska hreilbrigðiskerfisins á undanförnum tveimur áratugum eða svo. Nánari upplýsingar er að finna um málþingið á vefsíðum ÖBÍ, BSRB og ASÍ en sameiginlega standa þessi samtök að málþinginu.   

 Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.