ÁKALL FRÁ PALESTÍNU
Í kvöld klukkan 20 efnir féagið Ísland Palestína til fundar í Iðnó í Reykjavík, þar sem ég mun koma á framfæri ákalli baráttufangans Bilals Kayed, honum og öðrum pólitískum föngum til stuðnings.
Bilal Kaeyd hefur verið rúma tvo mánuði í mótmælasvelti og er mjög hætt kominn. Hann er hlekkkjaður á höndum og fótum á sjúkrahúsi á vegum ísraelskra yfirvalda, sem neita að sleppa honum þrátt fyrir að hann hafi fullnustað 14 og hálfs árs dóm. Bilal átti að sleppa 13. júní en var þá settur í stjórnvaldsvarðhald án dóms og réttarhalda. Sjö þúsund aðrir pólitískir, palestínsir fangar eru í ísraelskum fangelsum en þar af eru um 750 fangar sem eru þar án þess að réttað hafi verið á máli þeirra.
Í vikunni sem leið varð ég við ákalli baráttusamtaka sem starfa í þágu pólitískra fanga um að koma til Palestínu þegar stað til að sýna Bilal og baráttufélögum hans samstöðu. Á fundinum í kvöld gefst mér tækifæri til að koma skilaboðum frá þeim á framfæri.
Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir atburðinum sem áður segir: