Fara í efni

ÁKALL UM AÐ STYÐJA FRIÐARUMLEITANIR KÚRDA

Konurnar þrjár á myndinni hér að ofan voru í síðasta panelnum á tveggja daga ráðstefnu sem sat í vikunni í Brussel um málefni Kúrda og almennt um stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs. Ég ákvað að sækja þessa ráðstefnu á vegum EU Turkey Civic Commission ( EUTCC) vegna þess að ég taldi að þar væri margt að sækja enda fór það svo að ég lærði mikið.

Framan af degi - á síðari degi ráðstefnunnar - sem fór fram í byggingu Evrópuþingsins í Brussel - töluðu stjórnmálamenn og fræðimenn frá Tyrklandi, Rojava í Sýrlandi, Evrópuríkjum og Bandaríkjnum, og var fróðlegt að hlýða á erindin. Myndin sem ég hef haft í huga um stöðu mála skýrðist um margt og leiðréttist um sumt.

Almennt voru Kúrdarnir sem töluðu á ráðstefnunni róttækir, evrópsku stjórnmálamennir styðjandi við málstað þeirra en sumir jafnframt styðjandi við hervæðingaráforn Evrópu.

Viðræður í stað vígvæðingar

Þetta tóku þær sérstaklega fyrir konurnar þjár í síðasta panelnum. Honum stýrði Delal Aydin sem starfar við menntastofnun í Genf en auk hennar tóku þátt Nilufer Koc, (á myndinni lengst til vinstri) talskona Kurdish National Congress (regnhlífarsamtaka Kúrda í öllum löndunum fjórum þar sem Kúrdar eru fjölmennir, Tyrklandi, Sýrlandi, Írak og Íran. Lengst til hægri á myndunni er Shilan Fuad Hussain sem starfar í Bretlandi við Institute of Domestic Violence, Religion and Migration.

Nilufer Koc, sagði að gagnstætt því sem evrópskir “leiðtogar” töluðu þessa dagana um mikilvægi vopna og vígbúnaðar, segði Öclan að við þyrftum að endurskoða okkur sjálf, það ætti líka við um Kúrda og baráttusveitir þeirra. Leiðtogar kæmu ekki til með að breyta heiminum, það gerðist aðeins með þrýstingi frá almenningi. Að lýðræðinu væri vegið og í stað þess að gangast hernaðarhyggjunni á hönd ættum við að huga að því að auka jöfnuð í þjóðfélaginu og lýðræði. Engar lausnir yrðu varanlegar án slíkrar undirstöðu.

Ég gæti skrifað langa frásögn af því sem fram fór á fundinum en læt nægja að nefna þessi vísdómsorð sem mér finnst þau vera.

 

Áskorun!

Í lok ráðstefnunnar var efnt til fundar með fréttamönnum þar sem lesin var upp áskorun um að taka undir með friðarumleitunum Kúrda. Kariane Westrheim, fræðimaður við Bergen háskólann í Noregi, formaður EUTCC nefndarinnar sem fyrr er getið, ávarpaði fréttamennn og Jody Williams (sem situr fyrir framan hópinn) las upp yfirlýsinguna. Jody Williams hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1997 ásamt alþjóðlegum baráttusamtökum fyrir banni gegn notkun jarðsprengja, International Campaign to Ban Landminesr.

Samþyktin fylgir hér á ensku:
Final Resolution of the 19th EUTCC Conference The Annual International Conference on the EU, Turkey, the Middle East and the Kurds was hosted by the EU Turkey Civic Commission (EUTCC) in cooperation with the Left Group, the Greens-European Free Alliance (GREENS/EFA) and the Groups of the Free Alliance of Socialists and Democrats (S&D).
The conference was successfully held on 26th and 27th of March 2025 in the European Parliament in Brussels. At a time when wars and political uncertainty are increasing in the world and the Middle East is being reshaped, important steps are being taken towards a political solution to the Kurdish question in Turkey.

Kurdish political leader Abdullah Öcalan’s historic call, on 27 February 2025, for peace and a democratic society offers a unique moment to untie the Gordian knot not only for Turkey but for the entire region. The Kurdistan Workers’ Party responded promptly with a unilateral ceasefire.

The task now is to create the appropriate legal and political foundations to bring this process to a sustainable peace. The involvement of Öcalan in the peace process is crucial for its success. After more than 25 years in prison, his release would not only uphold his fundamental rights but also signal a commitment to addressing the needs and rights of the Kurdish community.

Therefore, we demand:

  • An end to Turkey’s attacks on Northern Syria and the Kurdistan Region of Iraq as violation of international law
  • An end to the appointment of trustees by the Turkish Ministry of the Interior • The immediate introduction of political and legal measures to progress the initiated process • Freedom for Abdullah Öcalan – indispensable for him to be able to fulfil his role in this process adequately
  • A peaceful and democratic regional process, which will have far-reaching global implications, is only possible with broad support. We therefore call on the European Union and its institutions as well as the Council of Europe, to:
  • Recognise the Autonomous Administration of North and East Syria as an indispensable democratic determinant of a united plural Syria and to strengthen it accordingly
  • Enforce the immediate implementation of the decisions of the European Court of Human Rights in the case of Abdullah Öcalan
  • Use all mechanisms to strengthen the process for a political solution to the Kurdish question and democratisation of Turkey and the Middle East
  • Remove the Kurdistan Workers’ Party from the terror list to send positive signals in favour of the ongoing process.

--------------------

Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge: https://www.ogmundur.is/