Fara í efni

ÁKALL UM RÉTTLÆTI

Sæll Ögmundur.
Í kjölfarið á ágætis útskýringu þinni frá 19.janúar og beiðni minni um slíka útskýringu langar mig að þakka þér. Þú skýrir mál þitt ágætlega þó ég leyfi mér enn að vera ósammála, þú segir ekki sanngjarnt að Geir einn beri ábyrgð. Ég segi í það minnsta Geir, á þessu er ekki mikill munur en þó nægur.
Vandinn sem ég glími nefninlega við er að ég heyri siðrofið sem er að verða í samfélagi okkar og ég veit að þú finnur fyrir því líka. Á vinnustaðnum mínum heyrðist í síðustu viku í sambandi við ólöglegt niðurhal af netinu á höfundavörðu efni, Iss ég downloada því sem ég vil, það virðist ekkert vera ólöglegt að stela á íslandi. Þó þarna sé augljóslega um að ræða ungan karlmann er ekki laust við að sú skoðun sem hann viðraði þarna, að ekki væri hægt að treysta réttarkerfinu á Íslandi nyti mjög mikis fylgis á vinnustaðnum, og þar vinnur aðalega hin svokallaða millistétt. Það sem mun gerast ef ekki næst stjórn á siðrofinu er að í næstu kosningum munum við, fólkið í landinu kjósa mestu rugludallana sem við finnum. Því við reyndum að kjósa heiðarlega fólkið og það gerði ekkert, eða það sem verra var lét óréttlætið halda velli, og réttlæti það, til dæmis með því að halda fram einhverskonar eineltisrökum í garð mansins sem sannarlega hafði yfirsýn yfir það sem var að gerast á Íslandi.
Það er ekkert launungar mál að ég tel þig vera að gera mistök í þessu máli, bæði hugsana villu og svo mjög alvarlega pólitíska skissu, nema auðvita þú haldir að þú getir farið í stjórn með Sjálfstæðisflokknum 2013. Það gæti alveg verið stjórn sem næði árangri, og hefur lengi verið ósk mín að þið í Vg farið með Sjálfstæðisflokknum í stjórn. En því miður held ég að með sama áframhaldi muni fólkið ekki kjósa á þann veg, traustið er nær ekkert og sigur Besta-flokksins mun endurtaka sig þar til í það minsta einhver þarf að bera ábyrgð.
Ég vona að þú getir fundið í þessu bréfi mínu ákall, við þurfum réttlæti, næstum því í sama hvaða formi. Dómur yfir Geir, afturvirkt afnám verðtryggingar bara eitthvað sem byggir traust okkar á stjórnmálum, að það sé eitthvað gagn í ykkur þarna á Austurvelli. Í augnablikinu sé ég eftir þessum milljónum sem fara í að reka alþingi. Það er ólýsanlega hræðilegt ef margir eru þeirrar skoðunar og ekki reynist unnta að endurvekja traustið.
kveðja,
Hallur Hróarsson