Fara í efni

AKIÐ VARLEGA

Sæll Ögmundur.
Hef stundum velt því fyrir mér hvað er gott og hvað vont hjá háskólaprófessorum. Róbert Spanó, forseti lagadeildar og prófessor, kemst að þeirri niðurstöðu að málareksturinn gegn Baldri Guðlaugssyni stangist á við ákvæði mannréttindasáttmála. Kann að vera. Er það misminni að Spanó hafi verið kallaður til sem ráðgjafi í vörn Baldurs? Muni ég rétt hefði hann átt að geta þess vinnusambands. 
Prófessorar, einkum forsetar deilda háskólanna, þurfa að fara varlega. Auðvelt er fyrir almenning að líta svo á að þeir hafi háskólana gjörvalla með sér þegar þeir tjá sig. Það væri til dæmis vont, ef háskólamenn fjölluðu um útrásarmál í "útrásarfjölmiðlum", án þess að geta þess að þeir væru í vinnusambandi við þann sem fjallað væri um. Kv .,
Stefán