Fara í efni

ALLT Á NIÐURSETTU VERÐI

Merkilegt hvað heimurinn er mikil hópsál. Það er að segja ef enginn spyrnir á móti og leyfir sér þann munað að halda í smá dómgreind. Lætur ekki berast með straumnum í hugsunarleysi eða fylgispekt. Þetta á jafnt við á markaðstorginu sem í stjórnmálum.

Þannig trúi ég ekki öðru en að á jafnstórum vinnustöðum og Icelandair, sem einu sinni hét Flugleiðir, Húsgagnahöllinni, Húsasmiðjunni, öllum þessum fyrirtækjum sem kenna sig nú við Black Friday auglýsingatrikkið, fyrirfinnist ekki þau sem þyki þetta á mörkum þess sem boðlegt er.

Ég ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna. Ef fólk ekki finnur fyrir ónotakennd í eigin hugskoti þá er tómt mál um að tala. Þá verð ég að sætta mig við að vera í hópi þeirra sem eru utangátta – um stundarsakir. Allt er breytingum undirorpið. Ef við bara viljum það - nógu mörg, þá má margt laga.

En það fer vel á því að mynda nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar framboðs á þessari helgi þar sem allt er á niðursettum prís.