ALLT ER GOTT Í HÓFI !!
Sjálfsagt kringum sjö þúsund
sem bera Fálkaorðuna
Ættum við að stoppa um stund
og styðja hógværðina.
ÞÁ VERÐUR DANS Á RÓSUM ?
Nú Krjúpa á hné & kalla á snjóinn
konur víða á landsbyggðinni
kvennastjórnar nú krefjast í skóinn
svo kætast megi á hátíðinni.
Lítið gerist landinu á
logmolla og doði
En fálkaorðu sumir fá
fátt annað i boði.
Vnskap skal halda
Jón á grænni grein
gefur af sér leiða
Öflugt er hans mein
í einkavinagreiða.
ELÍTAN
Fyrir litla vinnu fá
fálkaorðu sína
Elítu þefinn allir sjá
ef þeir á blína.
JÓLAGJÖFIN
Standa brátt stallinum á
stórlaxar í röðum
þeir fálkaorðuna allir fá
á Bessastöðum.
Á næsta ári !!
Verðhótanir og vandamál
vaða nú yfir landann
Æ sífellt vesen sorg og tál
sækir á jólaandann.
Lífsvandinn leiðir
Ei Gullið glóandi tel
og gleðst yfir litlu
Fátækt og frelsið vel
segi í ferskeytlu.
ÚTFÖRINN OG TRAUSTIÐ
Já útförin var ansi snauð
ei fjölmenn að sjá
Vinstri græn virðast dauð
verkalýður sat hjá.
JÁ JÓLIN
Já lífið mjakast dag fyrir dag
í Desember jóla ljósum
þá lyftum brosi yfir jóla brag
og boðskapinn kjósum.
Höf.
Pétur Hraunfjörð.