ALLT TEKUR ENDA
05.01.2024
Hjúin virðast í frjálsu falli
óánægju finnum ljósa
Bjarni og Kata neita kalli
um að nú skuli kjósa!
Fylgi Sjálfstæðisflokksins aldrei minna
Fylgi hans fellur hratt
fátt er þar til varna
Sorglegt og alveg satt
andúðin á Bjarna!
,,TILBÚNIR AÐ ENDURSKOÐA GJALSKRÁR‘‘
Hækkunum vilja fresta flest
fjöldi sveita og Bæja
Lengja í snörunni er líka best
og lífskjörin græja!!
Jólagjöf Elítunnar
Við erfiðisvinnu var alla ævi
öll litum upp til hans
Fálkaorðan þar yrði við hæfi
í barmi verkamans.
,,Hugleiðing um Fálkaorðuna‘‘
Fálkaörðuna flest þau vilja
Elítu snobbið hérna þekki
En fátækir það skulu skilja
að upphefð fá þeir ekki.
JÓLAGJÖF Í JANÚAR.
Lúin hópur sér lyfti á tá
leiddust þar í röðum
Fálkaorðuna voru að fá
öll á Bessastöðum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.