Almannaútvarp í þágu lýðræðis
Erindi á ráðstefnu NORDFAG í Munaðarnesi
Á nýafstöðnu þingi Starfsmannasamtaka Ríkisútvarpsstöðvanna á Norðurlöndum (NORDFAG) var samþykkt ályktun þar sem áhersla var lögð á að efla útvarp í almannaeign. Ríkisútvarp þjónaði lýðræðinu ef það fengi að starfa sjálfstætt og á faglegum forsendum. Þetta voru skilaboð ráðstefnunnar. Starfsmenn norrænu ríkisútvarpsstöðvanna halda þing annað hvert ár þar sem þeir bera saman bækur sínar um sameiginleg málefni. Að þessu sinni var þingið haldið hér á landi og hafði ráðstefnumiðstöð BSRB í Munaðarnesi orðið fyrir valinu.
Höfuðþema ráðstefnunnar var “Útvarp og almannahagsmunir”. Fram fóru umræður um þetta efni og var varpað á það ljósi úr ýmsum áttum. Á meðal fummælenda var undirritaður og Pétur H. Blöndal alþingismaður. Hann lagði áherslu á að efla bæri markaðsútvarp og taldi það í reynd lýðræðislegra en ríkisútvarpsstöðvar. Hagsmunir eigenda markaðsútvarpsstöðva væru að þjóna almennningi sem best og væri þeirra vegvísir því heppilegri en “forræðishyggja” hinna sem stýrðu ríkisreknum stöðvum.
Undirritaður hafði aðra sýn eins og fram kemur í erindinu sem birt er hér að neðan:
Útvarp/sjónvarp og hagsmunir samfélagsins
Mörg stærstu framfaraskref samtímans hafa verið stigin þegar samfélagið hefur stigið í takt. Átakið hefur einfaldlega verið af þeirri stærðargráðu að það hefur krafist sameiginlegs átaks. Þetta hefur átt við um uppbyggingu velferðarsamfélaga og þetta á einnig við um mikilvæga þætti í efnahagslífinu. Á Íslandi hefur einstaklingsframtakið visslega verið afgerandi í efnahagsuppbyggingunni á 20.öld en það hefur notið stuðnings samfélagsins að ýmsu leyti.
Lengi vel framan af mátti heita að sátt hafi ríkt um grundvallaratriði varðandi uppbyggingu og skipulag samfélagsins: Markaðurinn átti að sjá um almennan samkeppnisrekstur en hið opinbera um hitt þar sem annað hvort samkeppni var ekki fyrir hendi eða – og þetta er mikilvægt – þar sem menn vildu ekki beita samkeppnislögmálum, þar sem menn töldu að þjónustumarkmið mættu aldrei víkja fyrir hagnaðarmarkmiðum. Menn deildu að sjálfsögðu um hve víða ríki og sveitarfélög ættu að láta til sín taka og hve hratt ætti að fara í uppbyggingu skóla, heilbrigðis- og öldrunarþjónustu og annarra þátta velferðarþjóðfélagsins. En um það grundvallaratriði að það væri á ábyrgð samfélagsins að byggja upp og reka velferðarþjónustu og aðra undirstöðuþætti samfélagsþjónustunnar, vatn, skólp, rafmagn, samgöngur og annað af því tagi var ekki deilt. Um þetta ríkti víðtæk sátt. Og undir þessari stóru regnhlíf var einnig útvarp. Þar var á ferðinni kostnaðarsamt uppbyggingarstarf á sviði menningar og fræðslu, sem á fyrri hluta 20. aldar og vel fram yfir þriðja aldarfjórðunginn, var litið á sem eðlilegt hlutverk hins opinbera að sinna. Þannig var það á Norðurlöndum og víða annars staðar.
Að sjálfsögðu er of langt gengið að fullyrða að þjóðarsátt um hlutverk hins opinbera hafi verið algild. Framan af komu gagnrýnisraddirnar einkum frá vinstri. Það voru helst kommúnistar sem höfnuðu þessari þjóðarsátt. Þeir litu ídológískt á samfélagsþróunina og sögðu að hún lyti vísindalegum lögmálum. Það væri tímaspursmál hvenær komið yrði á stéttlausu samfélagi þar sem öll atvinnutæki væru á hendi hins opinbera. Og þar sem vissan fyrir þessari sögulegu framvindu hvíldi á vísindalegum grunni höfnuðu þeir hvers kyns pragmatisma. Hin empírísku reynsluvísindi áttu ekki upp á pallborðið hjá þeim. Jafnvel þegar eitthvað fór úrskeiðis þá hlaut það að vera tímabundin skekkja sem myndi rétta sig af þegar fram liðu stundir. Segja má að þarna hafi ekki aðeins tekist á tvær hugmyndastefnur um hvert skyldi halda með þjóðfélagið heldur einnig hugmyndafræðileg nálgun annars vegar og pragmatísk hins vegar.
Þegar á heildina er litið hefur þróunin frá fyrri hluta 20. aldar og fram undir aldarlok verið sú, að hið opinbera hefur endrum og eins haft hönd í bagga með atvinnuuppbyggingu en síðan þegar atvinnurekstur er orðinn traustur í sessi og markaðsaðstæður hafa skapast þá hefur ríkið dregið sig út. Það sem hins vegar hefur verið að gerast í seinni tíð er að sú sátt sem var fyrir hendi um verkaskiptingu á milli hins opinbera og markaðarins hefur verið rofin. Um það bera t.d. vott hinar harðvítugu deilur sem nú geisa innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um hina svokölluðu GATS samninga, General Agreement on trade in Services, þar sem hið alþjóðlega fjármagn reynir að fá því framgengt að þjónustusviðum sem sátt hefur verið um að væru í opinberum rekstri verði ýtt út á markaðstorgið.
Það má segja að sáttin hafi rofnað smám saman á síðustu tveimur áratugum 20. aldarinnar. Samfara því að mjög eindregnir hægri sinnar komust til valda vestan hafs og austan – Reagan og Thatcher – í kringum 1980 spruttu upp eins og gorkúlur thinktanks, sem svo hafa verið nefndir, rannsóknarstofnanir á sviði félags-, efnahags- og stjórnmála, rammpólitískar í eðli sínu, sem tóku að vinna ötullega að því að útbreiða fagnaðarboðskap markaðshyggjunnar. Á þessum árum var jarðvegurinn plægður og sáð í hann og eftir því sem nær dró aldarlokum fór árangurinn að koma í ljós. Mér hefur alltaf þótt mikilvægt að benda á að hægri sveiflan á síðustu tveimur áratugum 20. aldarinnar hafi ekkert haft með það að gera að hægri sinnuðum stjórnmálaflokkum hafi vegnað betur í kosningum. Hægri bylgjan gekk út á það að allir flokkar fóru að hugsa á annan veg og það á einnig við um stofnanir samfélagsins, verkalýðshreyfingu, samtök atvinnurekenda. Þær lausnir sem þessir aðilar sáu í skipulagi samfélagsins og úrlausnarmálum sem þurfti að glíma við, urðu nú markaðssinnaðri. Það er til umhugsunar að við þessar aðstæður á sér stað ákveðin umpólun í stjórnmálum. Fram til þessa höfðu það verið hægri- og miðjumenn sem beittu aðferðum reynsulvísinda og höfðu almennt pragmatíska nálgun á samfélagsumræðuna, Þeir sem stóðu lengst til vinstri höfnuðu hins vegar slíkri nálgun eins og áður sagði. Nú snýst þetta við. Hægri mennirnir í think tanks vestan hafs og austan voru fyrst og fremst ídeólógar. Þeir þekktu sannleikann. Það væri hlutverk stjórnmálabaráttunnar að laga veruleikann að þessum sannleika.
Breski þjóðfélagsrýnirinn Anthony Simpsson sagði einhverju sinni frá því í mjög athyglisverðri grein hvernig Margareth Thatcher hefði breytt aldagamalli vinnuaðferð í breska stjórnkerfinu. Þar hefði tíðkast að sett væri niður nefnd – iðulega Royal Commissions - til að grandskoða einstök álitamál sem uppi væru í þjóðfélaginu. Hin breska hefð hafi gengið út á að kalla að þessari umræðu menn með mismunandi skoðanir víðs vegar að úr samfélaginu. Thatcher stjórnin fór öðru vísi að. Hún skilgreindi takmarkið, hin pólitísku markmið, sem ætti að keppa að og kallaði síðan sérfræðinga til að ræða á hvern hátt þeim yrði náð á sem skemmstum tíma og á sem markvissastan hátt.
Þetta var hið póltíska andrúmsloft á 9. áratugnum þegar deilur rísa um framtíð íslenska Ríkisútvarpsins, deilur sem urðu mjög harðvítugar og lausar við allan vilja til málamiðlana. Ríkisútvarpið á þessum tíma var ekki aðeins stutt með iðgjöldum og auglýsingafé, nokkuð sem enn er fyrir hendi og veldur mörgum manninum andvöku, heldur hafði RÚV einnig einokun á útvarpsrekstri í landinu.
Lítum nú á fylkingarnar sem glímdu á þessum árum.
Annars vegar voru þeir sem sögðu að meginmarkmið okkar ætti að vera að varðveita öfluga ljósvakamiðla sem byðu upp á vandað menningarlegt efni sem væri þjóðinni uppbyggilegt og væri þess umkomið að skáka erlendri samkeppni. Margt jákvætt væri í því fólgið að þetta litla þjóðfélag byggi við sameiginlegan fjölmiðil. Fyrir bragðið ætti þjóðin samnefnara auk þess sem sá samnefnari tryggði margbreytileika í dagskrárefni sem hver og einn nyti. Þetta hljómar vissulega sem mikil forræðishyggja og er það að sjálfsögðu.
Þessi forræðiskennda hugsun er síður en svo bundin við Ísland. Ég minnist þess þegar Kanal 2 kom til sögunnar í Danmörku undir lok 9. áratugarins, að þá var um það rætt hvort stöðvarnar, það er að segja Kanal 2 og DR ættu að hafa fréttir á sama tíma eða mismunandi tíma. Sumir bentu á að væru fréttatímarnir samtímis kæmu stöðvarnar til með að keppast um áhorf en væru þeir á mismunandi tíma gætu fréttafíklar notið afraksturs beggja. Einnig var á annað bent í þessari umræðu og það var sú hætta að hluti þjóðarinnar myndi hugsanlega aldrei sjá fréttir ef alltaf væri hægt að fara yfir á stöð með auðmeltara efni en fréttir. Þar sáu ýmsir hættu á ferð þegar til mjög langs tíma væri litið. Mikið væri gefandi fyrir að varðveita sem minnsta andlega stéttaskiptingu í samfélaginu og að þar hvíldu ríkar skyldur á fjölmiðlunum. Bretar fóru ekki þessa leið, jafnvel innan BBC, því þeir höfðu ekki samræmdar fréttir á rásunum hjá sér. Mér er minnisstætt einhvern tímann þegar ég var í Bretlandi þegar eitt af Mið-Austurlandastríðunum braust út. Frá þessu var rækilega greint á BBC þrjú og fjögur. Á rás eitt var vissulega minnst á stríðið, en harla yfirborðslega. Það sem mest púður fór í var frásögn frá því að asni hefði sparkað í mann í Brighton. Með öðrum orðum, hluti þjóðarinnar fékk vandaðar fréttir hinn hlutinn asnafréttir. Þegar íslenska Ríkisútvarpið skiptist í fleiri rásir var ákveðið að sameina fréttatímana og það var þessi hugsun sem réði því, ákveðin forræðishyggja. Þessi afstaða hafði vissulega mikla veikleika. Forræðishyggja er ekki lýðræðisleg í eðli sínu. Og útvarpsstöð má vera mjög vönduð og kröftug til að hægt sé að verja að hún skuli hafa einokun.
Af hendi þeirra sem börðust fyrir markaðsútvarpi var þetta gripið á lofti. Þeir bentu á skaðsemi þess að ein stofnun stýrði upplýsingamiðlun og skoðanaskiptum sem fram færu á öldum ljósvakans og vísuðu til einræðisþjóðfélaga. Jafnframt bentu þeir á að tækninni fleygði svo fram að það væri leikur einn fyrir menn að setja útvarps- og fljótlega einnig sjónvarpsstöðvar á laggirnar með tiltölulega litlum tilkostnaði. Þeir kváðust sjá fyrir sér framtíðina með litskrúðugri flóru. Fjölbreytni myndi aukast og samkeppnin kæmi til með að færa okkur betra efni. Þeir sem börðust á þessum tíma fyrir afnámi einokunar og tilkomu samkeppni í útvarpsrekstri komu úr þremur áttum. Í fyrsta lagi var um að ræða stjórnmálamenn sem voru einfaldlega að berjast fyrir hugsjónum sínum. Þeir töldu einokun skaðlega, samkeppni hins vegar æskilega á framangreindum forsendum. Í öðru lagi voru bisnissmenn sem voru fyrst og fremst áhugasamir um útvarp og sjónvarp til að hagnast á eins og hverjum öðrum atvinnurekstri. Þeir töldu að á þessu sviði yrði arðsamur vettvangur til fjárfestinga auk þess sem þeir þóttust margir án efa eygja spennandi viðfangsefni að kljást við. Og í þríðja lagi, og að mínu mati var það langstærsti hópurinn, voru það unglingar sem vildu meiri popptónlist. Árum saman hafði íslenska Ríkisútvarpið verið gagnrýmt harkalega fyrir að spila of lítið popp. Rás tvö með áherslu á létta músík kom ekki til sögunnar fyrir en samkeppni var fyrirsjáanleg við markaðsútvarpsstöðvarnar.
Með verkfalli opinberra starfsmanna árið 1984 brustu allar stíflur. Útvarpi og sjónvarpi var lokað um skeið í verkfallinu og styrkti þetta án efa þá í sessi sem vildu afnema ríkiseinokun. Í þessu sambandi má nefna að hægri menn í útvarpsráði beittu áhrifum sínum til að takmarka útsendingar í verkfallinu og beittu sér gegn hvers kyns undanþágum sem verkfallsmenn vildu heimila. Allt var gert til að sýna fram á að Ríkisútvarpið væri ekki það öryggistæki sem menn vildu vera láta. Hvað um það, um miðjan áratuginn var einokun afnumin og upp spruttu markaðsstöðvar, bæði hljóðvarp og sjónvarp.
Og hver hefur reynslan orðið? Ég held að óhætt sé að segja að enginn myndi nú bera fram tillögu um að endurvekja einokun Ríkisútvarpsins. Í fyrsta lagi er það önnur gjörð að loka stöðvum en að heimila þær. Mönnum fyndist við vera að hverfa langt aftur í tímann með hvers kyns takmörkunum á útvarpsrekstur. Auk þess verður ekki horft fram hjá lýðræðilegri hlið málsins. Útvarps- og sjónvarpsstöðvar eru vissulega fyrirtæki og fyrir því þurfa að vera veigamikil rök eigi að setja mönnum einhvers konar skorður við að koma þeim á laggirnar.
En spyrjum nú hvernig einstökum hópum hefur reitt af í ljósi reynslunnar.
Stjórnmálamennirnir höfðu sitt fram að því leyti að einokun var afnumin og til varð markaður.
Bisnissmennirnir höfðu sitt fram að því leyti að þeir gátu stofnað eigin stöðvar.
Unga fólkið hafði sitt fram að því leyti að nú var hægt að fara á milli margra útvarpsstöðva og heyra nánast alls staðar dægurmúsík eins mikla og hugurinn girntist.
Ég á hins vegar erfitt með að ímynda mér að nokkur maður segi að þetta hafi haft það í för með sér að útvarps- eða sjónvarpsefni hafi orðið vandaðra eða jafnvel fjölbreyttara. Án þess að ég hafi kynnt mér það skipulega þá er mín tilfinning sú að stöðugt dragi úr fjölbreytni. Samkeppnin sé smám saman að beina okkur inn í framleiðslu sem hugnast meirihluta hlustenda hverju sinni í stað þess að sinna einnig fjölbreyttri flóru minnihlutahópa. Á þetta var bent á sínum tíma af hálfu þeirra sem höfðu efasemdir um markaðsútvarp. En því var svarað til að þetta væri ekki neitt til að hafa áhyggjur af því markaðurinn myndi sjá um að kalla eftir hvoru tveggja, fjölbreytninni og vönduðu efni.
Ekki hefur það þó gengið eftir til langframa. Markaðstilraunir fyrir minnihlutahópa hafa ekki reynst borga sig og nú er reyndar svo komið að markaðsútvarp og sjónvarp á Íslandi á í miklum fjárhagslegum kröggum. Eigendur kvarta sáran og krefjast úrbóta. Af þessum sökum eru nú blikur á lofti fyrir Ríkisútvarpið. Eigendur markaðsstöðvanna benda réttilega á að þeir sitji ekki við sama borð og RÚV. Ríkisútvarpið njóti lögbundinna iðgjalda og fái þannig yfirburðastöðu. Eðlilegt sé að markaðsvæða Ríkisútvarpið, gera það að hlutafélagi og helst selja það. Afnema þurfi lögbundin iðgjöld og hvers kyns stuðning við Ríkisútvarpið. Önnur leið sem einnig hefur verið nefnd af hálfu þessara aðila, er að banna auglýsingar í RÚV en þar með væri samkeppnisstaðan að nokkru leyti jöfnuð. Báðar þessar leiðir hafa verið ræddar með allmiklum þunga.Yrði önnur þessara leiða farin yrðu afleiðingarnar fyrir Ríkisútvarpið augljóslega verulegur tekjumissir með fyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir dagskrárgerð.
Hver er niðurstaðan? Íslenskt þjóðfélag og þar með íslenskur auglýsingamarkaður virðist ekki bera þann fjölda útvarps- og sjónvarpsstöðva sem nú er fyrir hendi með þeim kostnaði við dagskrárgerð sem er við lýði. Ég gef mér að hann sé langmestur hjá RÚV að þessu leyti enda þar langmest um vandaða dagskrárgerð. Mín skoðun er sú að verði Ríkisútvarpið markaðsvætt og það látið keppa annaðhvort á auglýsingamarkaði eða í áskriftum, nema þá hvort tveggja væri, þá myndi það ekki leiða til þess að meira fjármagn kæmi inn í útvarps- og sjónvarpsrekstur. Fjármagnið myndi hins vegar skiptast öðru vísi niður. Minna færi til RÚV, meira til annarra stöðva og að sjálfsögðu myndi hagur þeirra sem vilja hagnast í þessum atvinnurekstri eitthvað vænkast. Það fer hins vegar eftir því hvernig þeir héldu á spöðunum. Hversu duglegir þeir væru að þjóna meirihlutanum með sem minnstum tilkostnaði. Og þetta, því miður, held ég að yrði niðurstaðan. Samkeppni án sérstaks stuðnings við Ríkisútvarpið myndi færa okkur niður á enn lægra gæðastig. Vandinn við að ræða þessar líklegu afleiðingar markaðsvæðingarinnar við hörðustu markaðssinnana er sá, að það er eins og að skvetta vatni á gæs að vísa til reynslu eða praktískra hluta. Afstaða þeirra er ídeólógísk eins og áður er vikið að. Engin rök fá haggað afstöðu þeirra.
Ekki get ég skilið við þetta efni án þess að minnast á nokkuð sem hefur verið mjög til umræðu og það eru aukin áhrif eigenda innan markaðsstöðvanna. Í sumar gerðist það að eigandi Stöðvar tvö hafði samband við fréttastofuna þar á bæ til að fá þá til að segja ekki frá laxveiðitúr eins ráðherra í ríkisstjórn landsins en laxveiðitúrinn var í boði banka. Um þetta spunnust nokkrar umræður í þjóðfélaginu. Andstæðingar Ríkisútvarpsins sáu hættuna sem upp var komin fyrir þeirra málstað og reyndu að heimfæra þetta upp á Ríkisútvarpið. Það gæti verið sama freisting fyrir ráðamenn Ríkisútvarpsins að kaupa sér pólitíska velvild til þess að fá heimild til að hækka afnotagjöld eða til að fá einhver fríðindi fyrir stofnunina. Vissulega kann eitthvað að vera til í því en til langs tíma er hér ekki saman að jafna. Og við skulum ekki gleyma því að einmitt þetta er ástæðan fyrir því að menn hafa viðhaldið afnotagjöldum, það er til að leiðslurnar séu jafnan langar á milli Ríkisútvarpsins og yfir í hið pólitíska vald.
Nú vil ég taka það skýrt fram að ekki er ég í hópi þeirra sem kastar rýrð á stjórnmál. Stjórnmál eru sprottin upp úr lýðræði, leið til að koma vilja almennings í framkvæmd. Pólitískt vald er þannig demokratískt í eðli sínu, leið þjóðarinnar til að hafa áhrif. En það getur verið eitt að hafa áhrif, annað að beita valdi. Þarna þarf að vanda sig. Demokratískum mekanismum er hægt að misbeita. Áherslan á jafnan að hvíla á lýðræðinu og hinum lýðræðislegu markmiðum en ekki á valdi, kontrol eða kontrolmekanismum. Jafnvægið þarna á milli regulerast aðeins með opinni umræðu. Hún er þjóðfélaginu lífsnauðsynleg. Ekki síst er hún fjölmiðlunum nauðsynleg og þeim sem þar starfa.
Ég hef alla tíð verið fylgjandi frjálsu útvarpi. Ég hef hins vegar alltaf haft efasemdir um að markaðsútvarp muni færa okkur frelsi eða yfirhöfuð þau gæði sem af var látið. Enda er það svo að af þeim hópum sem börðust hvað harðast fyrir markaðsvæðingu útvarpsreksturs er bara einn hópur verulega ánægður. Það var að vísu stærsti hópurinn, unglingarnir sem vildu meira popp. Af því fengu þeir mikið. Að vísu er fjölbreytninni ekki fyrir að fara. Dóttir mín segir mér að útvarpsstöðvarnar séu allar að spila sömu lögin. En það er önnur saga. Eða hvað? Er það önnur saga? Þetta hafði ég ætlað að yrðu mín lokaorð. En þetta er hins vegar rangt. Þetta er kjarni máls. Um þennan kjarna snýst einmitt umræðan um markaðsvæðingu ljósvakamiðlanna. En erfitt er að sannfæra hægri sinna sem láta hugmyndafræði stjórna sér um að svo sé.
Radio/tv og samfundets interesser
Mange af samtidens største fremskridt er sket, når samfundet har gået i takt. Den pågældende sag har simpelthen været af en sådan størrelsesorden, at den har krævet en fælles kraftanstrengelse. Dette har været tilfældet ved opbygningen af velfærdssamfundet, og det gælder også om vigtige sider af økonomien. I Island har det private initiativ ganske vist spillet en stor rolle i den økonomiske opbygning i det 20. århundrede, men det har fået støtte fra samfundet på forskellig vis.
I ret lang tid kan man sige, har man været enige om grundlæggende principper vedrørende samfundets opbygning og organisation: Markedet skulle tage sig af almen konkurrencevirksomhed, og det offentlige af andet, hvor der enten ikke var konkurrence eller – og dette er vigtigt – hvor man ikke ville gøre brug af konkurrenceprincipperne, idet man mente at servicemålene aldrig måtte vige for profitmålene. Der var naturligvis uenighed om, hvor meget stat og kommuner skulle tage sig af sagerne, og hvor hurtigt det skulle ske med opbygning af skole, sundheds- og ældreservice og andre af velfærdssamfundets opgaver. Men om det grundlæggende princip, at det skulle være samfundets opgave at opbygge og drive velfærdstjeneste og andre fundamentale dele af samfundets service, vand, kloak, elektricitet, offentlig transport og andet af den slags, var der ikke uenighed. Om dette herskede der bred enighed. Og under denne store paraply var også radioen. Der var der tale om et så bekosteligt opbygningsarbejde inden for kultur og undervisning, som i første del af det 20. århundrede og godt og vel ind i den sidste fjerdedel af århundredet, blev betragtet som en naturlig opgave for det offentlige at varetage. Således var det i Norden og mange andre steder.
Naturligvis er det at gå for vidt at påstå, at der har været et endegyldigt nationalt forlig om det offentliges rolle. Til at begynde med kom de kritiske røster især fra de venstreorienterede. Det var mest kommunisterne, der afslog dette nationale forlig. De så ideologisk på samfundsudviklingen og sagde, at den var underlagt videnskabelige principper. Det var et spørgsmål om tid, hvornår der ville blive etableret et klasseløst samfund hvor alle produktionsapparater ejedes af det offentlige. Og da sikkerheden om dette historiske forløb hvilede på et videnskabeligt grundlag, afslog de enhver form for pragmatisme. Den empiriske videnskabstradition var ikke deres kop te. Selv når noget faldt anderledes ud, så måtte det være en midlertidig fejl, der ville rette sig af efterhånden som tiden gik. Man kan sige, at det ikke kun har været en dyst mellem to ideologier, om hvor samfundet skulle føres hen, men også en dels ideologisk (fra venstre), dels pragmatisk (fra højre) indfaldsvinkel.
Når man betragter helheden, har udviklingen fra første halvdel af det 20. århundrede og frem til udgangen af århundredet været den, at det offentlige til tider har haft med den erhvervsmæssige opbygning at gøre, men så når driften er blevet solidt forankret og der er opstået gunstige markedsforhold , så har staten trukket sig tilbage. Hvad der imidlertid er sket i den senere tid, er, at det forlig, der forelå om arbejdsfordelingen mellem det offentlige og markedet er blevet brudt. Om dette vidner f.eks. de bitre tvister, der nu hersker inden for Verdenshandelsorganisationen (WTO) om de såkaldte GATS aftaler, General Agreement on Trade in Services, hvor den internationale kapital forsøger at få gennemført, at serviceområder, som man har været enige om skulle være i offentlig drift, skubbes ud på markedstorvet.
Man kan sige, at forliget langsomt er blevet brudt i løbet af de to sidste årtier i det 20. århundrede. Parallelt med at meget overbeviste højrekræfter kom til magten østen og vesten for Atlanten – Reagan og Thatcher – omkring 1980, sprang der overalt frem såkaldte tænketanke, forskningsinstitutioner inden for sociologi, økonomi og politik, stærkt politiske i deres natur, som begyndte at arbejde ivrigt på at udbrede markedsideologiens forunderlige budskab. I disse år blev jorden pløjet og tilsået og efterhånden som århundredets slutning nærmede sig, blev resultatet tydeligt. Jeg har altid syntes, at det var vigtigt at påpege, at højredrejningen i de to sidste årtier i det 20. århundrede intet som helst har haft med at gøre, at de højreorienterede politiske partier har opnået bedre valgresultater. Højrebølgen gik ud på, at alle partier begyndte at tænke på en anden måde, og det gælder også samfundets institutioner, fagbevægelsen og arbejdsgivernes organisationer. De løsninger, som disse parter så i organisationen af samfundet og foreliggende sager, der skulle løses, blev nu mere markedsorienteret. Det er stof til eftertanke at der under disse omstændigheder sker en vis ompolarisering i politisk henseende. Indtil da havde det været højre- og centrumpolitikere, der brugte de empiriske videnskabers metoder og generelt havde en pragmatisk indfaldsvinkel til samfundsdebatten. De, der stod længst til venstre, forkastede imidlertid en sådan indfaldsvinkel som tidligere nævnt. Nu vender billedet. Højrefolkene i tænketankene østen og vesten for Atlanterhavet var først og fremmest ideologer. De kendte sandheden. Det var formålet med den politiske kamp at tilpasse virkeligheden til denne sandhed.
Den britiske samfundskritiker Anthony Simpsson fortalte engang i en meget bemærkelsesværdig artikel, hvordan Margareth Thatcher havde ændret en århundreder gammel arbejdsmetode i det britiske forvaltningssystem. Der havde det været sædvanen at nedsætte et udvalg – en stadig strøm af Royal Commissions - for at granske enkelte aktuelle skønssager i samfundet. Den britiske tradition havde lagt op til at indkalde til denne debat folk med forskellige meninger fra mange steder i samfundet. Thatcher regeringen bar sig anderledes ad. Den definerede målet, de politiske mål, man skulle kæmpe henimod, og tilkaldte dernæst eksperter, hvis opgave det var at tale om, hvordan man kunne nå disse mål på kortest mulig tid og mest målrettet.
Det var den politiske atmosfære i 80-tallet, da der opstod debat om Islands Radios fremtid, en debat, der blev meget heftig og uden nogen som helst vilje til kompromis. Islands radio blev på dette tidspunkt ikke kun støttet med licens og reklamer, noget, der stadigvæk findes, og giver mange mennesker søvnløse nætter, men RÚV havde også monopol på at drive radio og tv i landet.
Lad os nu se på fløjene, der dystede i disse år.
Dels var der dem, der sagde, at den centrale målsætning skulle være at bevare stærke elektroniske medier, der tilbød kulturelt indhold af høj kvalitet, som skulle være opbyggeligt for nationen og i stand til at stå mål med udenlandsk konkurrence. De mente, at der lå meget positivt i at dette lille samfund kunne samles om et fælles medium. På den måde havde nationen en fællesnævner og ydermere sikrede denne fællesnævner en alsidig programflade, noget for enhvers smag. Dette lyder ganske vist, som om der er tale om stærkt formynderi og det er der naturligvis.
Denne formynderiske holdning er dog på ingen måde bundet ved Island. Jeg mindes, da TV 2 blev åbnet i Danmark i slutningen af 80-tallet, at man talte om hvorvidt stationerne, det vil sige TV 2 og DR skulle sende nyheder samtidig eller på forskellige tidspunkter. Nogle påpegede, at hvis nyhederne blev sendt samtidigt, ville stationerne konkurrere om seerne, men hvis de blev sendt på forskellige tidspunkter, kunne nyhedstørstige nyde godt af dem begge to. Der blev også peget på noget andet i denne debat og det var den risiko, der var for at en del af nationen eventuelt aldrig ville se nyheder, hvis det altid var muligt at skifte over på en station med lettere tilgængeligt stof end nyheder. Heri så mange en risiko, hvis man tænkte sig udviklingen over en meget længere periode. Det ville være meget værd, hvis man kunne bevare så lille åndelig klasseforskel som muligt i samfundet og her mente man at medierne havde store forpligtelser. Englænderne valgte ikke denne vej, selv ikke inden for BBC, for de havde ikke nyheder på samme tidspunkter på deres kanaler. Jeg kan huske engang, da jeg var i England, og en af Mellemøstenkrigene brød ud. Krigen blev grundigt omtalt på BBC tre og fire. På program et blev krigen ganske vist nævnt, men særdeles overfladisk. Det, der blev brugt mest krudt på, var en rapport om et æsel, der havde sparket en mand i Brighton. Med andre ord, en del af nationen fik gode og grundige nyheder, mens andre fik tåbelige æselnyheder. Da Islands radio blev opdelt i flere programmer, blev det bestemt at lægge nyhederne på de samme tidspunkter, og det var denne holdning, der afgjorde dette, en vis formynderisk holdning.
Denne holdning havde absolut store svagheder. Formynderi er ikke demokratisk i sin natur. Og en radio- eller tv-station skal være meget god og slagkraftig for at man skal kunne forsvare, at den har monopol.
De, der kæmpede for kommercielle stationer, greb dette som et argument. De pegede på det skadelige i, at en institution styrer informationsudveksling og meningsudvekslinger i de elektroniske medier og henviste til diktaturregimer. Samtidig pegede de på de hastige teknologiske fremskridt, der ville gøre det til en leg at etablere radio- og snart også tv-stationer med forholdsvis små udgifter. De sagde, at de forestillede sig fremtiden med en broget flora. Alsidigheden ville øges og konkurrencen ville give os bedre programstof. De, der på det tidspunkt kæmpede for ophævelse af monopolet og indførelse af konkurrence i radio og tv, kom fra tre retninger. For det første var der tale om politikere, der helt enkelt kæmpede for deres idealer. De anså monopol for at være skadeligt, konkurrence derimod for at være ønskelig på de ovennævnte præmisser. For det andet var der forretningsmænd, der først og fremmest var interesserede i radio og tv for at tjene penge som i anden erhvervsmæssig drift. De mente, at der på dette område ville blive et udbytterigt forum til investering og desuden mente de at se mange spændende ting til at beskæftige sig med. Og for det tredje, og efter min mening var det langt den største gruppe, var det unge, der ville have mere popmusik. I mange år var Islands radio blevet skarpt kritiseret for at spille for lidt pop. Program 2 inden for RÚV, med vægt på let musik, blev ikke oprettet før der kunne forudses konkurrence med de kommercielle stationer.
Med de offentligt ansattes strejke i 1984 bristede alle dæmninger. Radio og tv var lukket i en periode i strejken og dette var utvivlsomt vand på møllen hos dem, der ville afskaffe det statslige monopol. I denne forbindelse kan det nævnes, at højrefolk i radiorådet gjorde sig gældende for at begrænse udsendelser under strejken og imødegik enhver form for dispensation som de strejkende ville give. Der blev gjort alt for at bevise, at Islands radio ikke var det sikkerhedsapparat, som man ville lade det se ud til at den var. Men hvorom alting var, så blev monopolet afskaffet i midten af årtiet og kommercielle stationer, både radio og tv, brød frem.
Og hvad er det så blevet til? Jeg tror roligt man kan sige at ingen i dag ville stille forslag om at genopvække Islands Radios monopol. For det første er det at lukke stationer vidt forskelligt fra at tillade dem. Folk ville synes, at vi var på vej langt tilbage i tiden med en hvilken som helst indskrænkning i radio- og tv-virksomhed. Desuden kommer man ikke uden om sagens demokratiske aspekt. Radio- og tv-stationer er ganske vist virksomheder og derfor skal der være vægtige argumenter, hvis der skal indføres nogen form for begrænsning i retten til at etablere stationerne. Men lad os nu spørge, hvordan det er gået enkelte grupper i lyset af erfaringen.
Politikerne fik deres igennem i den forstand, at monopolet blev afskaffet og der opstod et marked.
Forretningsfolkene fik deres igennem i den forstand, at de kunne oprette deres egne stationer.
De unge fik deres igennem i den forstand, at man nu kunne vælge mellem mange radio- og tv-stationer og næsten overalt høre så megen popmusik man kunne ønske sig.
Jeg har imidlertid vanskeligt ved at forestille mig, at nogen kunne finde på at sige, at det har bevirket, at radio- eller tv-stoffet er blevet bedre eller endda mere afvekslende. Uden at jeg har gjort nogen systematisk undersøgelse af det, så har jeg på fornemmelsen at alsidigheden mindsker støt og roligt. Konkurrencen er gradvist ved at føre os ind i en produktion, der tiltaler størstedelen af lytterne til hver en tid i stedet for også at tænke på minoriteternes afvekslende flora. Dette blev påpeget i sin tid af dem, der tvivlede på den kommercielle radio og tv. Men svaret var, at dette burde man ikke bekymre sig om, for markedet ville sørge for at efterlyse begge dele, afveksling og lødigt stof.
Dette har dog ikke vist sig at være tilfældet på længere sigt. Kommercielle eksperimenter for minoriteter har ikke vist sig at kunne betale sig, og nu er der forøvrigt sket det, at kommerciel radio og tv i Island står over for store økonomiske vanskeligheder. Ejerne beklager sig højlydt og kræver forbedringer. Af disse årsager er der nu blæst om Islands radio. Ejerne af de kommercielle stationer påpeger retteligt, at de ikke sidder ved samme bord som RÚV. Islands radio modtager lovpligtig licens fra lytterne og får således en overlegen status. Efter deres mening er det en naturlig ting at kommercialisere Islands radio, gøre den til et aktieselskab og helst sælge den. Den lovpligtige licens bør afskaffes ligesom enhver form for støtte til Islands radio. En anden udvej, der også er blevet nævnt af disse parter, er at forbyde reklamer i RÚV, hvorved det konkurrencemæssige fortrin i nogen grad ville være udlignet. Begge disse udveje er blevet diskuteret temmelig energisk. Hvis den ene af disse udveje blev valgt, ville konsekvenserne for Islands radio tydeligvis blive et væsentligt tab af indtægter med uforudsigelige konsekvenser for programfladen.
Hvad er resultatet? Det islandske samfund og dermed det islandske reklamemarked kan tilsyneladende ikke bære det store antal radio- og tv-stationer, der nu forefindes, med de omkostninger ved programfremstilling, der følger. Langt de fleste udgifter til programfremstillng ligger hos RÚV, hvor der også findes de kvalitetsmæssigt bedste programmer. Jeg er af den opfattelse, at hvis Islands radio bliver gjort til en kommerciel station og den skal konkurrere enten på reklamemarkedet eller i abonnementer, eller måske helt enkelt på begge steder, så ville det ikke føre til at der ville blive flere midler til drift af radio og tv. Midlerne ville imidlertid blive fordelt anderledes. Der ville gå mindre til RÚV, mere til andre stationer, og naturligvis ville udbyttet vokse noget hos dem, der vil tjene penge på denne virksomhed. Det ville imidlertid afhænge hvordan de spiller kortene. Hvor dygtige de ville være til at betjene majoriteten med mindst mulige omkostninger. Og dette ville desværre, tror jeg, blive resultatet. Konkurrence uden særlig støtte til Islands radio ville føre os ned på et endnu lavere kvalitetsniveau. Problemet med at diskutere disse sandsynlige konsekvenser af kommercialiseringen med de hårdeste kommercialister er, at det er som at stænke vand på gæs at henvise til erfaringen eller praksis. Deres holdning er som det tidligere er nævnt ideologisk. Ingen argumenter kan rokke ved deres standpunkt.
Jeg kan ikke ekspedere dette emne uden at nævne et aspekt, der har været meget til debat, og det er ejernes øgede indflydelse inden for de kommercielle stationer. I sommer skete der det, at ejeren af Stöð 2 (TV2) henvendte sig til stationens nyhedsredaktion for at få journalisterne til at undlade at omtale, at en minister i landets regering skulle på laksfisketur, inviteret af en bank. Om dette blev der nogen diskussion i samfundet. Modstanderne af Islands Radios så risikoen, der var opstået med hensyn til deres standpunkt, og forsøgte at henføre den til Islands radio. Det kunne på samme måde være en fristelse for Islands Radios ledere, sagde de, at købe sig til politisk velvilje for at få tilladelse til at hæve licensen eller for at opnå nogle begunstigelser for institutionen. Ganske vist kan der være noget om sagen, men på lang sigt kan det ikke sammenlignes. Og vi må ikke glemme, at netop dette er grunden til at man har villet opretholde licensen, det er for at der kan være lange ledninger mellem Islands Radios og den politiske myndighed.
Nu vil jeg understrege, at jeg ikke er blandt dem, der bagateliserer politik. Politik er udsprunget af demokrati, en måde hvorved man kan føre offentlighedens vilje ud i livet. Politisk magt er således demokratisk i sin natur, nationens vej til indflydelse. Men det kan være en ting at have indflydelse, noget helt andet at bruge magt. Man skal gøre sig umage. Demokratiske mekanismer kan misbruges. Vægten skal være på demokratiet og de demokratiske mål og ikke på magt, kontrol eller kontrolmekanismer. Balancen derimellem reguleres alene med åben debat. Den er livsnødvendig for samfundet. Den er ikke mindst nødvendig for medierne og dem, der arbejder der.
Jeg har altid været tilhænger af fri radio. Jeg har imidlertid altid haft min tvivl om, at kommerciel radio ville give os frihed eller overhovedet den kvalitet, som der skrydes om. Det er endda sådan, at af de grupper, der kæmpede hårdest for kommericialisering af radio og tv, er kun én gruppe virkelig tilfreds. Det var den største gruppe, de unge, der ville have mere pop. Det fik de meget af. Afvekslingen gør sig ikke meget gældende. Min datter fortæller mig, at alle radiostationerne spiller de samme numre. Men det er en anden historie. Det er hvad jeg havde tenkt at sige til slut. Men er det en anden historie? Det tror jeg ikke det er. Det er selve kernen i debatten om kommercialisering af radio og tv. Men det er det svært at overbvise højre orienterede ideologer om.