ALÞINGI Í GÍSLINGU FORSÆTIS-RÁÐHERRA SEM SÝNIR EINRÆÐIS-TILBURÐI!
Forsætisráðherra var nýlega í sjónvarpsþætti að dásama og mæra lýðræðið. Á sama tíma rekur hún einn ráðherrann fyrir að fórna ekki sannfæringu sinni óðar og falast er eftir henni.
Er forsætisráðherra ekki með þessu að fara fram á að þingmenn rjúfi drengskaparheit sitt að fara eftir sannfæringu sinni og engu öðru? Er þetta lýðræðisást forsætisráðherra í framkvæmd? Svari hver fyrir sig.
Ef staldrað er við í smástund og skoðað hvað raunverulega er að gerast, þá er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að þessi krafa forsætisráðherra hljóti að vera brot á stjórnarskránni. Jafnvel samsæri framkvæmdavaldsins gegn löggjafarvaldinu? Gegn þegnunum?
Hver er þá með hvern í gíslingu? Sannfæringin eða ríkisstjórnin?
Með kveðju,
J. Grímsson