ÁLVERSFRÚIN BRÁÐLÁT Í STÓRIÐJUFRAMKVÆMDIR
30.01.2006
Í dag vitnaðir þú í Sigríði Önnu, umhverfsiráðherra, sem sagði að "álumræðan væri komin langt á undan veruleikanum". Þú sagðir réttilega að hún hlyti að vera að beina orðum sínum að Ál-Valgerði. Hún vildi ana áfram, fleiri álver, hvað sem tautaði og raulaði. Nú ættum við hins vegar að bíða þar til niðurstaða kæmi úr viðræðum um stækkun í Straumsvík. Það vildi Sigríður Anna, umhverfisráðherra. Það vildi Ál-Valgerður hins vegar ekki. Hún vildi ekki bíða. Þá varð þessi vísa til innan þings:
Hún er ekki á þeim buxum að bíða,
bráðlát í stóriðjuframkvæmdir núna.
Ögmundi má lengi undan því svíða,
að ekkert hrín á álversfrúna.
Einn innan þings