ALVÖRU KREPPA HJÁ MÖRGUM
10.09.2009
Finnst þér Ögmundur, að það sé núna hinn rétti tími til að eyða helstu kröftum ríkisstjórnar og embættismanna ráðuneytanna í að svara spurningum Olla stækkunarstjóra ESB? Fyrir mér er þetta dauðans alvara og þess vegna spyr ég vafningalaust: Er ykkur ekki enn ljóst að það ríkir alvöru kreppa hjá okkur mörgum?
Pétur Örn
Þakka bréfið. Jú, það fer ekki framhjá okkur hve margir eiga í miklum erfiðleikum. Vandinn er hve takmörkuð fjárráð ríkissjóðs eru vegna kreppunnar. Varðandi Olla Rehn og spurningalistann þá held ég að hægt sé að svara honum á skemmri tíma en margir ætla. Hins vegar minnir þetta á hve hrikalega bírókratísk stofnun Evrópusambandið er - og miðstýrð: Allt fært til reglugerðarbókar.
Kv.
Ögmundur