Fara í efni

ANDSTAÐA GEGN NATÓ: BARA FYRIR FÍFL EINS OG MIG?

Frá því stofnsamþykktum Nato var breytt og frá með loftárásunum á Júgóslavíu sálugu og öllu því sem NATO hefur gert síðan hef ég skammast mín fyrir að vera Íslendingur og að hafa myrt og limlest ég veit ekki hvað marga.
Þegar við gengum í NATO, fyrir mína tíð, var þetta varnarbandalag og ráðherra á Alþingi Íslendinga sagði í ræðu við það tækifæri á þá leið að Ísland væri og yrði herlaust land um alla framtíð og myndi aldrei fara með ófriði gegn öðru ríki.
Það er ekki svo lengur en enn erum við í NATO. Hvernig gat það gerst að þegjandi og hljóðalaust að Alþingi Íslendinga samþykkti slíkan gjörning? Var ég spurður? Nei. Var þjóðinni boðið að taka afstöðu til þessa? Nei. Notaði VG það tækifæri sem þeim gafst til gera úrsögn úr NATO skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi við samfylkinguna? Nei. Munu VG gera það núna? Líklega ekki. Kannski er þetta bara gamalt stefnumál sem er bara fyrir fífl einsog mig. Áttar fólk sig almennt bara ekki á því hve hrylliga hluti við erum að gera öðrum eða er fólki bara alveg sama eða finnst það bara flott? Það er hvergi talað um þetta mál. Nóg komið. Ef ég ætti ekki 4 íslensk börn hér sem ég ber ábyrgð á vildi ég helst afsala mér íslensku ríkisfangi, sé það hægt á annað borð. Góðar stundir.
Ásgrímur Ágústsson

Sæll Ásgrímur,
Ef þú ert fífl, þá er ég það líka.
Kveðja,
Ögmundur